Fréttir

18.9.2017

Skógarlundur RK í Lækjarbotnum

Vilhjálmur Einarsson

Rótarýfundurinn 12. september var haldinn í skógarlundi Rótarýklúbbs Kópavogs í Lækjarbotnum.  Fundurinn var gróðursetningarferð. Vilhjálmur Einarsson félagi okkar ræddi sögu trjálundarins. Sveinn Hjörtur hélt 3ja mínútna erindi.

Gróðursettar  voru 250 trjáplöntur.  Eftir gróðursetninguna  setti forseti fund.  Fundurinn var 6. fundur starfsársins og 2834 fundur frá stofnun klúbbsins.

Mættir voru 15 félagar, sem gerir 38% mætingu.

Gestir voru:  Svanhildur Th., Magga Hrönn Árnadóttir, makar félaga og fyrrverandi félagi Bragi Mikaelsson., sem kom með trjáplönturnar.

Sveinn Hjörtur hélt þriggja mín. erindi og talaði um kynni sín af japönskum fiskkaupendum.

Vilhjálmur Einarsson félagi ræddi sögu trjálundarins.

Eftir það var boðið upp á veitingar.