Fréttir

22.11.2017

Vandræði Katara og Prinsinn í Saudi

Páll Hermannsson

Rótarýfundurinn 21. nóvember var í umsjón Alþjóðanefndar en formaður hennar er Jóhann Árnason. Fyrirlesari dagsins var Páll Hermannsson sem bjó við Persaflóa um 19 ára skeið þar sem hann stjórnaði flutningafyrirtækjum.


Þriggja mínutna erindi flutti Karl M Kristjánsson

Karl kallaði þriggja mínútna erindi sitt "Mér er alltaf hlýtt".  Ræddi hann um breytingu lífsgæða okkar Íslendinga á síðustu öld.

Formaður greindi frá úrslitum forvals til næstu stjórnar.

Björgvin S. Vilhjálmsson kynnti fyrirlesarann Pál Hermannsson.  Páll flutti síðan fyrirlestur sem hann kallaði  Vandræði Katara og Prinsinn í Saudí.