Fréttir

3.3.2015

Unglingalandsmót UMFÍ

Sæmundur Runólfsson

Rótarýfundurinn 3. mars var í umsjón Ungmennanefndar. Formaður er Geir A Guðsteinsson. -Gestur fundarins og fyrirlesari var Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, sem fjallaðu um unglingalandsmót UMFÍ, sem haldið verður á Akureyri um verslunarmannahelgina 2015.  - Þriggja mín erindi flutti Kristófer Þorleifsson.

Friðbert Pálsson form. Ferðanefndar kvaddi sér hljóðs um fyirhugaða Skotlandsferð og dreifði eyðublöðum fyrir félaga til að skrá þátttöku. – Geir A Guðsteinsson sagði einnig frá velheppnuðum Rótarýdegi þann 28. febrúar s.l.

3ja mín erindi flutti Kristófer Þorleifsson. -Hann gat þess í uppphafi að hann hefði ekki áttað sig á að hann ætti erindið á þessum fundi. – Kristófer ræddi um veðrið sem hefur verið mjög umhleypingasamt og vísaði til Páls Bergþórssonar veðurfræðings sem spáir því að kuldaskeið sé að hefjast. Hann talaði einnig um góða afkomu bankanna sem ekki skilaði sér til fólksins í landinu sem hefði þó borið þungan af endurreisn þeirra..

Fundurinn var í umsjón Ungmennanefndar og kynnti formaður hennar Geir A Guðsteinsson fyrirlesara, Sæmund Runólfsson framkv.stj UMFÍ. Sæmundur hefur starfað í áratugi að málefnum ungmennahreyfingarinnar í landinu og setið í fjölda nefnda þar að lútandi. Hann hefur hlotið margvíslega viðurkenningu fyrir sín störf á þeim vettvangi.

Erindi/ kynning Sæmundar Runólfssonar fjallaði um Ungmennalandsmót UMFÍ-.

„Fyrsta Landsmót UMFÍ var haldið árið 1909 en fyrsta Unglingalandsmótið var haldið 1992 á Dalvík. -Sæmundur lagði áherslu á að Unglingalandsmótin væru vímulausar íþrótta- og fjölskylduhátíðir sem haldnar væru um Verslunarmannahelgar. Þátttakendur og gestir væru alltaf um eða yfir 10 þúsund. – það er bara eitt mótsgjald kr 6 þúsund – allt innifalið, þátttaka og afþreying sem einnig er lögð áhersla á að sé vegleg. –Sæmundur sagði að sveitarfélög sæktu um að halda Unglingalandsmótin og að engin vandræði væru með þær umsóknir, frekar samkeppni um að halda þessi mót. - Gott samstarf er við unglingana sem koma gjarnan með hugmyndir að dagskránni. Hann sagði að u.þ.b. 600 sjálfboðaliðar komi að hverju móti og þeirra vinna væri um 8 þús klst. Sæmundur sagði að fjármögnun mótanna hefði gengið mjög vel, sum stærri fyrirtæki koma að mótunum ár eftir ár. Sæmundur sagði að Unglingalandsmótin væru eitt allra stærsta verkefni UMFÍ og hefðu vakið athygli víða“.

Sæmundur var spurður hvernig ungmennahreyfingin skilgreindi félaga sína. –Hann svaraði að bragði; „Frá vöggu til grafar“.