Fréttir

12.8.2017

Áætlun stjórnar klúbbsins um starfið

Rótarýfundurinn 15. ágúst var fyrsti fundur eftir sumarhlé og var í umsjón stjórnar. Kynnt var starfsáætlun ársins, nefndir o.fl. Sigurður Jónsson flutti 3ja mínútna erindi.

Í þriggja mín. erindi sínu sagði Sigurður Jósson frá ferðalagi frá Breiðdalsvík til Hafnar í Hornafirði til þess að ná flugi til Reykjavíkur. Þetta var um miðja síðustu öld.

 Jón Emilsson, forseti sagði frá áætlun stjórnar næsta starfsárs:

1.    Kanna hvort þurfi  að endurskoða lög klúbbsins varðandi fækkun funda yfir árið.

2.    Koma á góðu verklagi til að taka á móti nýjum félögum.

3.    Breytingar á fundartíma, flutning til kvölds?  Forseti greindi frá reynslu Rótarýklúbbs Akureyrar.

Eftir ræðu forseta voru líflegar umræður.