Fréttir

13.9.2016

Krakkakosningar

Margrét María Sigurðardóttir

Á Rótarýfundinum 13. september var Margrét María Sigurðardóttir fyrirlesari dagsins. Friðbert Pálsson flutti 3ja mínútna erindi.

Friðbert Pálsson flutti 3. nínútna erindi , en það fjallaði um fyrirhugað Umdæmisþing, tíma setningar og m. fl. Einnig hvatti hann félagsmenn til að vera bónþægir, þegar að kall kemur frá undirbúningsnefndunum, varðandi það að rétta fram hjálparhendur, hann reiknaði með að það verði þörf fyrir margar slíkar, þegar nær dregur Umdæmisþinginu og jafnvel á meðan  á því stendur.   

Margrét María Sigurðardóttir, félagi í klúbbnum, var ræðumaður dagsins. Margrét starfar sem Umboðsmaður barna. Embættið var stofnað með lögum 1994 og hóf starfsemi sína 1. Janúar 1995.

Umboðsmaður barna er opinber talsmaður allra barna á Íslandi, 0-18 ára. Ber að standa vörð um hagsmuni barna og vinna að því að það sé tekið fullt tillit til réttinda þeirra á öllum sviðum samfélagsins. Margrét flutti magnað erindi sem fjallaði um "Krakkakosningar", sem var samstarfsverkefni Umboðsmanns barna og KrakkaRúv.

Forsetakosningar barna;

Kosningarnar voru 25. júní s.l. Margir í framboði og miklar umræður. 9 gáfu kost á sér, en mun fleirri í umræðunni

Krakkakosningar

Markmiðið var að gefa börnum kost á því að taka þátt í forsetakosningunum og kjósa forseta

Öllum grunnskólum var boðið að taka þátt.

Allir frambjóðendur gerðu 1 mínútu myndband af sér, fyrir krakkana, þannig að þau gætu metið þá hvern og einn eftir því, hvernig þeir svöruðu þeim 14 forskrifuðu spurningum, sem lagðar voru fyrir þá .

Fræðsluefni var sent til skólanna.

Framkvæmd kosninganna

Skólar höfðu tvær vikur til að kjósa.

.2455 börn frá 37 skólum tóku þátt.

.Hátt í 6% barna.

Margt fleira kom fram í þessu mjög svo góða erindi, bæði í máli og myndum.

Að lokum;  Bæði börn og fullorðnir kusu Guðna Th. Jóhannesson, sem næsta Forseta Íslands.