Stjórnarskipti
Rótaryfundurinn 12. júlí var stjórnarskiptafundur og seinasti fundur fyrir sumarleyfi. Næsti fundur í klúbbnum verður þriðjudaginn 9. ágúst.
Forseti sagði að efni þessa fundar væru stjórnarskipti þar sem núverandi stjórn léti af störfum en hún var skipuð eftirtöldum félögum. Forseti: Bryndís Hagan Torfadóttir, Varaforseti: Sigfinnur Þorleifsson, Ritari: Helgi Ólafsson, Gjaldkeri: Margrét María Sigurðardóttir, Stallari Björgvin S. Vilhjálmsson.
Nýja stjörnin sem tók við á fundinum er skipuð eftirtöldum félögum. Forseti: Sigfinnur Þorleifsson, Varaforseti: Jón Emilsson, Ritari: Kristinn Dagur Gissurarson, Gjaldkeri: Grétar Leifsson, Stallari Hlynur Ingason.
Guðmundur Ólafsson formaður undirbúningsnefndar Umdæmisþings tók til máls og minnti á að Umdæmisþingið yrði haldið helgina 14.-16. okt. Hann sagði að undirbúningur gengi ágætlega og nýlega hefði verið skipuð ritnefnd Rótaryblaðsins sem kemur fyrir almenningssjónir á þinginu. Í ritnefndinni eru: Ásgeir Jóhannesson, Jón Sigurðsson, Guðný Helgadóttir og Helgi Ólafsson og mun ritið fara í prentun eftir 4-5 vikur. Auglýsingar í Rótaryblaðið er veigamikil þáttur í fjáröflun fyrir umdæmisþingið og nokkuð vantar á að nægilegt hafi safnast af auglýsingum og var bent á að ekki þyrfti að leita eingöngu til fyrirtækja í Kópavogi eftir auglýsingum.
Guðmundur upplýsti einnig að Umdæmisþingið yrði á föstudeginum í Digraneskirkju og Gerðarsafni en í Menntaskólanum í Kópavogi á laugardegi . Hátíðarkvöldverður á sunnudegi yrði svo í Perlunni.
Forseti tók síðan aftur til máls og fór aðeins yfir starf liðins árs og sýndi glærur þar sem farið var yfir sögu og markmið Rótaryhreyfingarinnar.
Að lokum hélt nýr forseti Sigfinnur Þorleifsson stutta tölu og sagði að upplýsingar um skipun nefnda og skiptingu fundardaga milli nefnda kæmi að loknu fundarhléi. Hann eins og allir aðrir sem hafa tekið við forsetaembættinu hafa velt því fyrir sér hvernig eigi að fara að því að fá félagana til að mæta vel á fundina. Niðurstaða hans var að besta hvatningin væri að hafa gaman á fundunum.