Fréttir
  • Rotaryfundur-10mai2011-3nyir-felagar

20.5.2011

Tveir nýir félagar teknir í klúbbinn og einn endurreistur. Guðmundur J. Þorvarðarson sagði í máli og myndum frá ferð nokkurra Rotary félaga til Indlands og Nepal.


Á Rótarýfundi 10 maí s.l. voru þau Aðalheiður Guðgeirsdóttir og Sigurjón Sigurðsson tekin inn í klúbbinn. Sævari Geirssyni var fagnað með lófataki sem félaga klúbbsins eftir stutta fjarveru. Aðalheiður verður fulltrúi fyrir starfsgreinina bankar og útibússtjórn, en Sigurjón fyrir starfsgreinina söluráðgjöf.

Á myndinni eru talið frá vinstri: Guðmundur Jens Þorvarðarson, formaður Klúbbþjónustunefndar, Aðalheiður, Sigurjón, Sævar og Helgi Laxdal

Guðmundur J. Þorvarðarson sagði, í máli og myndum, frá ferð nokkurra Rotary félaga til Indlands og Nepal. Ferðin tók um hálfan mánuð og var býsna víða komið við í báðum löndunum. Eins og alkunna er þá er mikil fátækt í báðum þessum löndum en henni fylgir m.a.betl og fremur sjúskað umhverfi sem berlega kom fram á myndunum sem Guðmundur sýndi og sagði frá. Nánari upplýsingar af fundinum koma fram í fundargerðinni sem verður aðgengileg hér á síðunni fljótlega