Fréttir

3.1.2015

Þróun og ending jarðvarmakerfa

Stefán Arnþórsson

Rótarýfundurinn 6. janúar var í umsjón Menningarmálanefndar. Formaður er Sævar Þór Geirsson. Gestur fundarins og fyrirlesari var  Dr Stefán Arnórsson jarðfræðiprófesor og ræddi hann um endurnýtanlega orku. - Þriggja mín erindi flutti Jóhann Árnason..

Forseti sagði frá jólafundinum þ 18 des s.l. og Rótarý tónleikunum þ. 4. jan s.l. sem voru sérlega glæsilegir. -Tónlistarverðlaun hlutu að þessu sinni Baldvin Oddsson trompetleikari og Sólveig Steinþórsdóttir fiðluleikari. Einnig var Jónas Ingimundarson sæmdur æðstu viðurkenningarorðu Paul Harris. 

Forseti minntist Páls B. Helgasonar félaga okkar sem lést þ 29. des 2014 eftir erfið veikindi 76 ára að aldri. Páll var félagi í Rótarýklúbbi Kópavogs frá febrúar 2007. Páll var endurhæfingalæknir frá Maeo Clinic í Bandaríkjunum. Hann starfaði á Landspítalanum og var stundakennari við læknadeild HÍ. Páll lætur eftir sig eiginkonu og 4 uppkomin börn auk barnabarna. Páll var afar virtur í starfi sínu og er með honum genginn mætur maður. Forseti bað fundarmenn rísa úr sætum og minnast Páls B Helgasonar félaga okkar með mínótu þögn.

Helgi Laxdal kvaddi sér hljóðs og sagði frá Rótarýfundi sem hann sat á Tenerife í des s.l. Flutti hann kveðju frá þeim klúbbi og afhenti forseta fána hans. – 

Friðbert Pálsson kvaddi sér hljóðs og greindi frá áætlun Ferðanefndar um Skotlandsferð á haustdögum 2015 með góðum fararstjóra.

Jóhann Árnason flutti 3ja mín erindi og greindi frá heimsókn til eyjarinnar Elbu sem er ítölsk eyja í Miðjarðarhafi og tilheyrir Toscana eyjaklasa þar. Frásögn Jóhanns var bæði fróðleg og skemmtileg um þessa merkilegu eyju sem m.a. hýsti Napoleon Bonaparte um tima.

Fundurinn var á vegum Menningarmálanefndar og kynnti formaður hennar, Sævar Geirsson fyrirlesara Dr Stefán Arnórsson jarðfræðiprófessor. Stefán er fæddur 1942 að loknu stúdentsprófi nam hann við Edinborgarháskóla og lauk þaðan BS prófi, þá lá leiðin til London og lauk hann doktorsprófi frá Lundúnarháskóla 1969. -Stefán hefur setið í stjórn Landsvirkjunar og verið ráðgjafi fjölda aðila um jarðvarma. Hann hefur einnig ritað fjölda vísindagreina á sínu fræðasviði. 

Stefán nefnir erindi sitt; Þróun og ending Jarðvarmakerfa. 

Flokkar varmakerfa, svo nefnd jarðhitakerfi eru; 1. Háhitakerfi sem er kerfi í ungu storkubergi. 2. Lághitakerfi, tektónísk kerfi og 3. Kerfi í setlögum. Stefán sagði frá flokkun orkulinda þ.e. endurnýjanlegar orkulindir og endanlegar orkulindir. Niðurstaða sérfræðinga er að varmaorka úr bergi er ekki endurnýtanleg með þeirri tækni sem við ráðum nú yfir.. 

Stefán rökstuddi fyrrgreinda niðurstöðu sem vísindamenn eru sammála um með fáum undantekningum. 

Hann sagði mat á endurnýjunartíma t.d. á Kröfluvirkjun sem miðast við 60 MW vinnslu í 100 ár, vera 1030 ár.. Jarðvarmakerfi t.d. í Laugarnesi í vinnslu í 100 ár að þá er endurnýjunartími skv. lauslegu mati um 4000 ár..

Stefán sagði frá frumkvöðlastarfi um uppruna jarðhitavatns en slík kerfi þurfa vel lek berg til að vera nýtileg. Hann sagði frá aðferðum sem þróaðar hafa verið til að meta rúmmál jarðhitakerfa og hitastigið í þeim. Þannig má meta orkuforðann í kerfunum. Þegar jarðhitakerfi eru nýtt er jafnan tekinn mun meiri vökvi úr þeim en nemur náttúrulegu rennsli – nýting örvar írennsli á köldu grunnvatni.

Stefán sýndi kort og gröf yfir lághitasvæði á Íslandi og háhitasvæði sem eru u.þ.b. 20 virk, en hann sagði mikið holrými vera í íslensku bergi.