Fréttir

2.12.2014

Inntaka 2ja nýrra félaga - Hlynur Ingason og Stefán Sigurðsson

Á Rótarýfundinum 2. desember voru tveir nýir félagar teknir í klúbbinn: Hlynur Ingason fyrir starfsgreinina lögmennska og Stefán Sigurðsson fyrir starfsgreinina veitingarekstur.

Í forföllum Magnúsar Más Harðarsonar, formanns klúbbþjónustunefndar, kynnti Guðmundur Jens Þorvarðarson, verðandi umdæmisstjóri, tvo nýja félaga: Hlyn Ingason, lögfræðing, fyrir starfsgreinina lögmennska, og Stefán Sigurðsson, matreiðslumeistara, fyrir starfsgreinina veitingarekstur.

Helgi Sigurðsson, forseti klúbbsins, tók síðan nýju félagana formlega inn í klúbbinn með hefðbundnum hætti.


Helgi nælir Rótarýmerkið í Hlyn og Stefán fylgist íbygginn með. Á milli Stefáns og Helga er Guðmundur Jens, sem gengur úr skugga um að allt fari fram skv. settum reglum.