Uppvöxtur í Kópavogi, trésmíði og bókband
Rótarýfundurinn 12. janúar var á vegum starfsþjónustunefndar en formaður hennar er Benjamín Magnússon. Félagi í Rótarýklúbbi Kópavogs Jóhann Guðmundsson flutti starfsgreinaerindi sitt. Þriggja mínútna erindi flutti Jón Sigurðsson.
Á þessum öðrum fundi ársins og 24. fundi starfsársins þar sem mæting var góð eða rösklega 70% var starfsgreinaerindi Jóhanns Guðmundsson aðalerindi fundarins. Benjamín Magnússon kynnti Jóhann.
Fyrst á dagskrá var hinsvegar þriggja mínútna erindi Jóns Sigurðsson og fjallaði hann um Skálholt sem telja hefði mátt höfuðstað Íslands um 800 ára skeið. Samgöngukerfi Íslands á öldum áður fann miðpunkt i Skálholti og þaðan lágu leiðir á kunna áfangastaði svo sem Þingvöll og yfir vöð og brýr Hvítár, Þjórsár og Ölfusár. Á árunum 1956 – 1963 stóð Sigurbjörn Einarsson biskup fyrir endurreisn Skálholtskirkju en Hörður Bjarnason húsameistari ríkisins teiknaði kirkjuna og hannaði og sótti eitt og annað í verklag meistarans Michelangelo sem á ferli einstakra verkefna fékk ýmsar útfærsluhugmyndir hjá samverkamönnum sínum. Skálholtskirkja væri öll væri hin merkilegasta smíð, að mati Jóns og hana prýddu stórfengleg glerlistarverk Gerðar Helgadóttur og Nínu Tryggvadóttur. Eftir jarðskjálftana í júní árið 2000 hefðu komið í ljós ýmsar skemmdir á kirkjunni og nú lægi fyrir endurbætur sem myndu kosta hátt í 200 milljónir króna. Hvatti Jón á Rótarýfélaga að kynna sér Skálholtskirku ef þeir hefðu tækifæri til.
Starfsgreinaerindi Jóhanns Guðmundssonar fjallaði um uppvöxt hans i Kópavogi, kynni af ýmsum þekktum bæjarbúum Kópavogs og nám í húsasmíði sem hann hóf árið 1969. Eftir að hafa komist á samning, sem var gangurinn á þeim tíma, hóf hann störf sem smiður og hönnuður. Jóhann ræddi um þær stórkostlegu breytingar sem hann hefði upplifað við byggingu þekktra mannvirkja á höfuðborgasvæðinu t.d. reisingu Bændhallarinnar þ.e. Hótel Sögu. Hann hefði á starfsævi sinni þeim tíma staðið innan þilja, hermannabragga, torfkofa og stórhýsa. Jóhann talaði um aðbúnað iðnaðarmanna sem hefði fleygt fram á á síðustu árum.
Árið 2001 varð nokkur breyting á högum Jóhanns vegna hjartasjúkdóms og hugur hans þá hnigið til bókbands. Hafði Jóhann með sér upprunalegar arkir Barns náttúrunnar, Heimsljóss og Gerplu innbundnar en á fyrstu útgáfu Barns náttúrunnar kynnti höfundur sig sem Halldór frá Laxnesi. Jóhann kvað það hafa tekið sinn tíma að hafa upp á þessum efnivið en 80 verk Nóbelsskáldsins eru á verkefnaskrá hans. Skoðuðu margir fundarmenn þessi rit og dáðust að vönduðu verki Jóhanns.