Fjallarefir og gönguferðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins
Bragi Mikaelsson kvaddi sér hljóðs og sagði frá nemendaskiptum Rótarýklúbbs Kópavogs. Hvatti menn til að sýna málefninu meiri áhuga.
3ja mín. erindi flutti Bergþór Halldórsson. Um páskanna fór hann ásamt fleirrum í ferð til þriggja landa í sunnanverða Afríku. Þ.e. Suður Afríku, Svasíland og Zimbawe. Bergþór bar saman efnahagsþróun í þessum löndum sem hefur verið gjörólík. Í öllum þessum löndunum var apartheit stefnan í hávegum höfð og kjör svartra íbúa og aðbúnaður litlu betri en þó þeir hefðu verið þrælar.
Meðalárstekjur í Suður-Afríku er í dag 11 þús. $ en í Zimbawe 500 $. Sem næst mitt á milli þessara ríkja er Botswana, land sem nýlenduveldin höfðu engan áhuga á. Í dag eru meðaltekjur þar um 17 þús. $. pr. mann á ári.
Guðmundur Þ. Harðarson kynnti fyrirlesarann Lindu Udengaard. Linda er menntaður þroskaþjálfi, leiðsögumaður ofl. Hún sagði frá gönguferðum í nágrenni Höfuðborgarsvæðisins. Hún kynnti Fjallarefi sem eru starfræktir innan Útivistar. Fjallarefir eru námskeið sem felur í sér göngudagsskrá, þrekþjálfun og námskeið í fjallamennsku. Markmiðið er að byggja upp gönguþrek og úthald, fræða um hagnýta hluti sem tengjast göngu og fjallaferðum, kynna gönguleiðir. Áhersla er lögð á að þátttakendur upplifi íslenska náttúru í skemmtilegum félagsskap. Námseiðin eru tilvalin fyrir byrjendur í útivist. Linda benti á þrjár nýútkomnar bækur eftir Reyni Ingibergsson með leiðarlýsingum og skemmtilegu fræðsluefni.