Fréttir

8.5.2016

Völd forseta í alþjóðlegum samanburði

Stefanía Óskarsdóttir

Rótarýfundurinn 3. maí var á vegum alþjóðanefndar en formaður hennar er Hallgrímur Jónasson. Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði, flutti erindi sem hún nefndi "völd forseta í alþjóðlegum samanburði". Þriggja mínúta erindi flutti Sigurður Jónsson.


Í þriggja mínútna erindi sínu fjallaði Sigurður um ferðalag sem hann fór í árið 1951 og þau skörpu veðrabrigði sem ferðalangar á Íslandi hafa mátt lifa við öldum saman. Í þessari ferð brast á fárviðri eins og hendi væri veifað og áttu Sigurður og félagar hans allt undir staðfestu og útsjónarsemi til að verjast veðurofsanum og komast á áfangastað.

Aðalerindi fundarins flutti Stefánía Óskarsdóttur dósent við Háskóla Íslands og bar erindi hennar yfirskriftina Völd forseta í alþjóðlegu samhengi. Hallgrimur Jónasson formaður alþjóðanefndar kynnti Stefaníu.

Stefanía fjallaði um lýðræðissamfélög og þau afbrigði sem uppi eru í þeim efnum einkum í hinum vestræna heimi.

Í upphafi máls hennar tók hún stutta yfirferð um mismunandi stöðu forseta í lýðræðisríkjum og svaraði spurningu um það hvort á Íslandi ríkti forsetalýðræði. Því næst rissaði hún upp atriði sem varða stjórnskipun lýðræðisríkja þ.e. hvernig málum væri háttað og ræddi almennar skilgreiningu á þingræði, forsetaræði og forsetaþingræði.

Um þingræði gilda nokkrar meginreglur:

• Það er samofið löggjafar- og framkvæmdarvald því þingið fer bæði með löggjafarvald og ræður hverjir leiða ríkisstjórn
– Leiðtogar þingsins eru jafnframt leiðtogar ríkisstjórnarinnar
• Forsætisráðherra leiðir ríkisstjórn.
• Hægt að samþykkja vantraust á ráðherra og ríkisstjórn
• Hægt að rjúfa þing og boða til kosninga áður en kjörtímabilið er liðið Stjórnarmeirihlutinn getur breyst á kjörtímabilinu.
• Þvínæst fjallaði Stefánía um forsetaræði. Þar er:
• Löggjafar- og framkvæmdarvaldið aðskilið
• Forseti leiðir framkvæmdarvaldið og er þjóðhöfðingi (head of government og head of state)
• Forseti og þingmenn kosnir í aðskildum kosningum
– En ráðherrar sitja í umboði forsetans
• „Fixed-term“ forseta og þingmanna sem þýðir að ekki er hægt að rjúfa þing og boða til kosninga
• Ekki hægt að samþykkja vantraust á forseta/ríkisstjórn
– „Impeachement“ sbr. mál Bill Clintons á seinni hluta hans kjörtímabils er annað er annað og svipar til Landsdóms

Stefanía fór yfir nokkur atriði sem varða sögu okkar fyrir lýðveldisstofnun og rifjaði upp að árið :

1849 var einveldi Danakonungs afnumið – þingið fékk lagasetningarvaldið
– 1901 missti Danakonungur valdið til að ákveða hverjir væru ráðherrar til þingsins – þingræði komst á.
– 1904 fékk Ísland heimastjórn og þingræðisreglan hefur gilt upp frá því hérlendis
– 1874 fékk alþingi lagasetningarvald í séríslenskum málum
– 1918 varð Ísland sjálfstætt og fullvalda ríki með þingræðisskipulag og valdalausan konung sem þjóðhöfðingja
– 1944 varð Ísland lýðveldi með þingræðisskipulag og valdalítinn forseta sem tók við sem þjóðhöfðingi

Líflegar umræður urðu um fróðlegt og ítarlegt erindi þar sem aðeins hefur verið stikað á stóru.