Fréttir
  • Frímann Ingi Helgason 30okt12

30.10.2012

Saga Kópavogs

Rótarýfundurinn 30. október var í umsjón Menningarmálanefndar, formaður Geir A Guðsteinsson. Gestur fundarins var Fímann Ingi Helgason frá Sögufélagi Kópavogs. 3ja mínútna erindi flutti Sævar Geirsson.

Þriggja mínúta erindi flutti Sævar Geirsson. Hann sagði frá fjárskaðaveðrinu á norðurlandi sem gekk yfir í byrjun september sl. Hann fór með sveitungum sínum upp á Öxnadalsheiði strax og veðrinu slotaði. Allt hvítt yfir að líta, öll gil full af snjó og fennt yfir alla læki og ár. Ferðin tók um 15 klst. og komu menn illa hraktir til byggða.

Geir Guðsteinsson, formaður Menningarmálanefndar, kynnti fyrirlesara dagsins Frímann Inga Helgason. Frímann lauk loftskeytanámi 1966 og rafmagnstæknifræði 1972. Hann var lengst af áfangastjóri við Iðnskólann í Reykjavík en er nú kennari í rafgreinum við Tækniskólann.

Frímann er í stjórn Sögufélags Kópavogs. Hann sagði frá aðal áherslum félagsins, sem eru söfnun og varðveisla sögulegra og menningarlegra minja í Kópavogi og nágrenni. Hann sagði frá örnefnabók sem er rétt óútkomin.

Unnið er að því að kynna Sögufélagið fyrir eldri borgurum og unga fólkinu. Frímann hvatti fundarmenn til að taka þátt í starfinu og að hafa samband, ef þeir lumuðu á fróðleik, myndum eða munum frá bernsku Kópavogs.