Fréttir

8.2.2018

Skipta ungar raddir máli?

Sabína Steinunn Halldórsdóttir

Rótarýfundurinn 6. febrúar var í umstjón Ungmennanefndar.  Formaður hennar er Margrét María Sigurðatdóttir. Fyrirlesari var Sabína Steinunn Halldórsdóttir, starfsmaður UMFÍ.  Þriggja mínútna erindi flutti Helgi Sigurðsson. Kynnt var fyrirhuguð starfsemi á Rótarýdaginn 24. febrúar.

Magnús Már kynnti fyrirhugaða starfsemi klúbbsins á Rótarýdaginn, laugardaginn 24.febrúar 2018.  Hefðbundinn Rótarýfundur verður haldinn þennan dag kl.15:00 í sal Café Atlanta og ákveðnum hópi verður boðið á fundinn, fyrrum félagar í ÍK,  sem hann hafði starfað með í 10 ár sem formaður.  Hugmynd Magnúsar bygggir á því að fyrrum félagar Rótarýklúbbs Kópavogs stofnuðu ÍK, Grétar Norðfjörð og Egill Steinsen.

Þriggja mínútna erindi flutti Helgi Sigurðsson.  Fjallaði hann um Badminton, sem hann byrjaði að æfa við nám sitt út í Svíþjóð og hefur spilað það síðan. 

Fundurinn var í umsjón Ungmennanefndar en formaður hennar er Margrét María Sigurðardóttir.  Margrét kynnti fyrirlesara fundarins, Sabínu Steinunni Halldórsdóttur, starfsmann UMFÍ.  Nefndi hún fyrirlesturinn  Skipta ungar raddir máli.  Starf hennar felst í félagslegu uppeldi ungmenna.  Greindi hún frá Ungmennaráði UMFI, skipað 10 ungmennum.  Þessi hópur skipuleggur fundi sem kallast Ungt fólk og lýðræði.