Utanríkisþjónusta til framtíðar
Sigríður Á. Snævarr
Rótarýfundurinn 19. september var í umsjón Alþjóðanefndar. Formaður hennar er Jóhann Árnason. Fyrirlesari á fundinum var Sigríður Á. Snævarr sendiherra. Hún sagði frá nýútkominni skýrslu: Utanríkisþjónusta til frambúðar. Þriggja mínútna erindi féll niður.
Fundurinn var í umsjón Alþjóðanefndar en formaður hennar er Jóhann Árnason og kynnti hann Sigríði Snævarr. Sigríður ræddi um nýútkomna skýrslu, Utanríkisþjónusta til
framtíðar. Hagsmunagæsla í síbreytilegum heimi.
Allir félagar sem voru mættir fengu skýrsluna í hendur til þess að fletta henni heima.
Með Sigríði í för var Sigurlilja Albertsdóttir, framkvæmdastjóri stýrihóps sex starfsmanna utanríkisráðuneytisins, sem var falið að fara í saumana á skipulagi og starfsemi utanríkisþjónustunnar, utanríkisráðuneytis og sendiskrifstofanna og gera tillgur um það sem betur mætti fara.