Fréttir
  • Brynjar Níelsson 24jan12

24.1.2012

Rótarýfundur 24. janúar - Hlutverk verjanda í málum tengdum bankahruninu

Fundurinn var í umsjón laganefndar. Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags íslands, var ræðumaður dagsins og ræddi um hlutverk verjanda í málum tengdum bankahruninu ofl. 3ja mínútna erindi flutti Guðmundur Þ Harðarson.

3 mín. erindi flutti Guðmundur Þ Harðarson og fjallaði hann um mikilvægi samstarfs og samráðs við setningu laga og reglugerða. Tók hann dæmi um aldurstakmark í aðgengi að sundstöðum

Fundurinn var í umsjón laganefndar. Formaður hennar er Jón Ögmundsson og kynnti hann fyrirlesara fundarins Brynjar Níelsson. Brynjar er fæddur 1960. Hann var fulltrúi há Yfirborgardómara í Reykjavík frá 1986-1991 en sjálfstætt starfandi lögmaður frá 1991.

Brynjar hóf erindi sitt á umfjöllun um hrunið og viðbrögð við því. Taldi hann að of mikil áhersla hefði verið á að rannsaka málin sem sakamál í stað hlutlausrar rannsóknar. Þar tók hann sem dæmi íhlutun Evu Joly.

Þá nefndi hann að í hugum almennings væri það skilyrði fyrir því að menn tækju ábyrgð á hlutdeild sinni í hruninu að þeir bæru refsiábyrgð og hlytu dóm. Hann lagði áherslu á að úrvinnsla mála væri með þeim hætti að menn stæðu uppréttir eftir og réttarkerfið stæði af sér álagið og verði sterkara eftir en áður. Einnig að menn myndu bera gæfu til þess að bera stjórnsýslulega og pólitíska ábyrgð á hruninu og samstaða næðist um það með öllum aðilum hvað í því fælist.

Að lokum fjallaði hann um hvernig að málum væri staðið nú. Við rannsókn væri talið refsivert að gera ekki það sem hefði átt að gera og menn sjá betur eftirá.

Líflegar umræður spunnust í kjölfar erindisins þar sem þátt tóku Helgi Sigurðsson, Gísli Tryggvason, Jón Sigurðsson, Eggert Þór Kristófersson, Ásgeir Jóhannesson og Hallgrímur Jónasson.