Fréttir

10.9.2017

Trjáræktarfundur í Lækjarbotnum - Mæting kl 16:30 á Smáratorgi

Rótarýfundurinn  þriðjudaginn 12 september verður haldinn uppí Lækjarbotnum, þar sem trjálundurinn okkar er. Reiknað er með að félagar mæti kl. 16:30  á bílaplanið við háa turninn á Smáratorgi , þar sem að við vorum með fundina okkar áður, en að við fluttum fundina í Atlantahúsið. Þar getum við sameinast í bíla og ekið upp að Lögbergi í trjálundinn okkar. Munum bara að klæða okkur samkvæmt veðri , sem vonandi verður gott.


Makar eru sérstaklega velkomnir.


Vinsamlegast tilkynnið þáttöku helst ekki seinna en n.k. sunnudag  10 september á netfangið saevar@hamraborg.is ( vegna veitinganna )

Ætlunin er að gróðursetja tæpar 200 birkiplöntur og kannski eitthvað smá meira af öðrum tegundum og mun Bragi Mikk og Ólafur Tómasson leggja til plöntur og áhöld.

Reiknað er með að þetta geti tekið ca. 2 klukkustundir.

Við höfum fengið vilyrði fyrir afdrepi  í gamla skátaskálanum, sem staðsettur er nánast alveg við trjálundinn okkar.

Reiknað er með að félagar mæti kl. 16:30  á bílaplanið við háa turninn á Smáratorgi , þar sem að við vorum með fundina okkar áður, en að við fluttum fundina í Atlantahúsið , þar getum við sameinast í bíla , ef einhverjir vilja það, og síðan verður ekið upp að Lögbergi í trjálundinn okkar. Við höldum að það sé best að hafa þennan hátt á , ef að ske kynni að einhverjir rati ekki á staðinnMunum bara að klæða okkur samkvæmt veðri , sem vonandi verður gott.

Makar eru boðnir sérstaklega velkomnir.

Það eru verkefni fyrir alla, ef félagar treysta sér ekki í gróðursetningu þá þarf líka að snyrta svæðið. Klippa dauðar greinar og kannski grisja eitthvað.

Klúbburinn mun leggja til léttar veitingar.