Rótarýfundur 19. júní: Skógræktarfélag Kópavogs
Kristinn H. Þorsteinsson, garðyrkjufræðingur, flutti erindi um Skógræktarfélag Kópavogs og Hrafn Harðarson var með 3ja mínútna erindi.
Í upphafi fundar minnti forseti félaga á að í dag væri 19. júní. Óskaði forseti þess að fundarmenn klöppuðu fyrir konum klúbbsins og var það gert af miklum krafti!
Í 3ja mínútna erindi sínu sagði Hrafn frá frænda sínum sem búsettur er í Noregi og heimsókn í bókaverslanir í Osló. Tilefnið var að draga fram með skýrum hætti hvernig Norðmenn eigna sér fornar íslenskar bókmenntir og afbaka um leið nöfn þekktra forníslenskra fræðimanna. Var þessi frásögn á kjarnyrtu íslensku máli eins og Hrafni var von og vísa.
Fundurinn var í umsjón Landgræðslunefndar og kynnti Bragi Mikaelsson fyrirlesara dagsins, Kristin Þorsteinsson garðyrkjufræðing.
Fjallaði Kristinn um Skógræktarfélag Kópavogs og almennt um skógrækt á íslandi. Rakti hann sögu skógræktar og markmið. Nýjasta markmiðið er útivistarskógar þar sem lögð eru að jöfnu hin ýmsu markmið skógræktar og skógurinn opnaður almenningi með ýmsum fræðsluupplýsingu.
Skógræktarfélagið er með starfsstöðvar í Guðmundarlundi í nágreini Elliðavatns og á Fossá í Kjós í Hvalfirði. Rakti Kristinn stöðu þessara svæða og hvað hefur verið gert.
Skógræktarfélagið hefur að undanförnu beitt sér fyrir fræðsluerindum og fræðslugögnum þar sem fjallað er um hina ýmsu þætti náttúru og umhverfis.