Rótary-styrkur við útskrift frá MK
Að venju veitti klúbburinn viðurkenningu fyrir bestan árangur í raungreinum á stúdentsprófi vorið 2013. Forseti klúbbsins, Eiríkur Líndal, afhenti nýstúdent Hallmanni Óskari Gestssyni styrkinn.
Klúbbnum hefur borist eftirfarandi bréf frá Margréti Friðriksdóttur, skólameistara
21. maí 2013
Rótarýklúbbur Kópavogs
Eiríkur Líndal, forseti
Fyrir hönd Menntaskólans í Kópavogi vil ég þakka Rótarýklúbbi Kópavogs fyrir að veita Rótarý-styrk í
raungreinum við útskrift frá skólanum föstudaginn 17. maí sl.
Forseti klúbbsins Eiríkur Líndal, afhendi styrkinn nýstúdent Hallmanni Óskari Gestssyni sem bestan árangur
sýndi í raungreinum á stúdentsprófi vorið 2013.
Auka þarf hlut raungreina í íslenskum framhaldsskólum og mikilvægt er að hvetja þá nemendur til dáða sem vel standa sig. Rótarýklúbbur Kópavogs hefur lagt sitt af mörkum til hvatningar náms í raungreinum með glæsilegri styrkveitingu. Þá sýnir klúbburinn Menntaskólanum í Kópavogi virðingu og hlýhug með þessu framlagi.
Rótaryfélagar í Rótarýklúbbi Kópavogs hafið heila þökk fyrir.
Margrét Friðriksdóttir
skólameistari