Fréttir

5.9.2014

Valur Þórarinsson golfmeistari Rótarýklúbbs Kópavogs 2014

Rótarýklúbbur Kópavogs sigraði Borgir í keppni á milli klúbbanna

Frá árinu 1998 hefur árlegt golfmót innan klúbbsins verið fastur liður í félagsstarfinu. Að þessu sinni var mótið haldið fimmtudaginn 4. september á Leirdalsvelli hjá GKG, en mótið hefur ávallt verið  haldið á þeim velli. Valur Þórarinsson varð golfmeistari Rótarýklúbbs Kópavogs árið 2014 og klúbburinn sigraði Rótarýklúbbinn Borgir í fyrsta sinn í keppni milli Rótarýklúbbanna í Kópavogi.

Keppnin um Stefánsbikarinn

Frá árinu 1998 hefur árlegt golfmót innan klúbbsins verið fastur liður í félagsstarfinu. Í leikslok er golfmeistari Rótarýklúbbs Kópavogs krýndur og fær til varðveislu farandbikar, sem Stefán Pálsson gaf klúbbnum.

Mótið í ár var haldið 4. september s.l. og var leikið á Leirdalsvelli (GKG) eins og undanfarin ár. 6 félagar í klúbbnum tóku þátt í mótinu, sem er heldur minni þátttaka en undanfarin ár.

Valur Þórarinsson varð sigurvegari með 29 punkta. Guðmundur Ólafsson varð annar með sama punktafjölda, en Valur var með betra skor á seinustu 6 holunum. Jóhann Árnason varð í þriðja sæti með 25 punkta. Þessir þrír skipuðu því 3ja manna sveit Rótarýklúbbs Kópavogs í keppninni við Borgir.


Golfmót Rótarýklúbbanna í Kópavogi

Þetta var fjórða árið sem RK og Borgir halda sameiginlegt golfmót, sem var bæði hefðbundið innanklúbbsmót og keppni á milli klúbbanna. Þrír efstu í hvorum klúbbi mynda sveit í keppni á milli klúbbanna.

Að þessu sinni mættu 11 félagar úr Rótarýklúbbnum Borgum og 6 félagar úr Rótarýklúbbi Kópavogs. Auk þess tóku 2 makar frá Borgum þátt í mótinu.

Keppnin var punktakeppni með forgjöf. Þrír efstu í innanklúbbsmótunum mynduðu sveit síns klúbbs.

Frá Rótarýklúbbi Kópavogs: Valur Þórarinsson (29 pkt), Guðmundur Ólafsson (29 pkt.) og Jóhann Árnason (25 pkt), samtals 83 punktar.

Frá Rótarýklúbbnum Borgum: Friðgerður Björk Friðgeirsdóttir (29 pkt), Jónína Þrúður Stefánsdóttir (25 pkt)  og Stefán Björnsson (25 pkt), samtals 79 punktur.

Rótarýklúbbur Kópavogs sigraði því nokkuð örugglega með 83 punktum gegn 79 og urðu því sigurvegarar í golfmóti Rótarýklúbba Kópavogs árið 2014.

Sigursveit Rótarýklúbbs Kópavogs með bikarinn, sem RK og Borgir keppa um.

Frá vinstri: Guðmundur, Valur og Jóhann