Æskulýðsmál
Rótarýfundur 2. nóvember 2010 - nr. 2530
Erlendur Kristjánsson deildarstjóri í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu kynnti helstu verkefni á sviði æskulýðsmála.
Erlendur Kristjánsson deildarstjóri í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu kynnti helstu verkefni á sviði æskulýðsmála.
Erlendur fjallaði um, lög um æskulýðsmál, æskulýðsrannsóknir, sem stundaðar hafa verið frá 1992 og nýlegri samnorrænni könnun.
Hann sagði frá og kynnti bækur, námskeið og verkefni tengd þeim m.a. Verndum þau - gegn ofbeldi og vanrækslu á börnum og unglingum, Lifandi bókasafn, Ábyrgð aðila sem standa fyrir félags- og tómstundarstarfi fyrir börn og unglinga og Kompás verkefninu sem er leiðsögn í mannréttinda og lýðræðismálum.
Erlendur vaktiathygli á því að samkvæmt rannsóknum liði unglingum betur nú í kreppunni en í "góðærinu".