Skýrsla stjórnar og stjórnarskipti
Rótarýfundurinn 7. júlí var á vegum stjórnar og verðandi stjórnar - Efni fundarins vr skýrsla fráfarandi stjórnar og stjórnarskipti -. Þriggja mín erindi flutti Ásgeir G Jóhannesson.
Þriggja mín erindi flutti Ásgeir G Jóhannesson og fjallaði um málefni aldraðra og þá spurningu sem fram kom á síðasta fundi eftir erindi Péturs Magnússonar – Hvað á að gera. –
Ásgeir sagði ljóst að færri og færri eiga að standa undir sífellt fleiri öldruðum. Þetta væri vandamál sem stefndi í algjöra blindgötu að hans mati. Hann sagði að á þeim 35 árum sem hann hefði unnið að þessum málum hefði það verið einn þingmaður á alþingi íslendinga sem barðist fyrir réttindum aldraðra og það hefði verið Pétur Sigurðsson.
Sunnuhlíð sem félagasamtök í Kópavogi, ásamt fjárframlagi frá bænum, byggðu var fyrsta sérhæfða hjúkrunarheimilið á Íslandi. Þangað komu erlendir ráðherrar og fyrirmenni til að skoða á fyrstu árunum. Mikil fórnfýsi, dugnaður og samstaða í Kópavogi gerði þetta kleift.
Ásgeir sagði sölu Sunnuhlíðar til ríkisins undarlega. Hvergi í stofnsamningi væri gert ráð fyrir sölu hjúkrunarheimilisins. Greiðslur sem ríkið átti að greiða og reiknað var með komu aldrei. Þessu var síðan ýtt á undan sér þar til allt komið í óefni – þá var þetta uppreiknað sem skuld við ríkið. Ásgeir sagði að verðmætið sem skilað var til samfélagsins hefði verið a.m.k. 700 millj. króna. – Ásgeir sagðist ekki hafa trú á að opinberir aðilar lagi málefni aldraðra. – Aldraðir verða sjálfir að koma að málum og nota eignir sínar til að stofna sjóði til að leysa þennan brýna vanda, sagði Ásgeir að lokum.
Næst á dagskrá var skýrsla stjórnar og fór forseti Helgi Sigurðsson yfir helstu málefni á starfsárinu. – Hann nefndi t.d. verðlaun til nýstúdents, Eldhuga viðurkenninguna, ferðastyrk til ungs skákmanns, Rótarýsjóðinn ofl.
Helgi nefndi einnig Klúbbþingið sem haldið var í fyrsta sinn, afkomendafundinn og fjóra kvöldfundi sem haldnir voru á starfsárinu.
Hann sagði frá velheppnuðum Rótarýdegi þann 28. febrúar s.l. og minnti á að fyrirhugað væri að Rótarýdagur verði aftur haldinn í febrúar á næsta ári.
Að öðru leyti er minnt á allar fundargerðir starfsársins sem eru á netinu ( rotary.is ) en eru einnig til í möppu sem ritari viðtakandi stjórnar klúbbsins varðveitir. – Kjörorð Rótarýhreyfingarinnar þetta starfsárið var „Light up Rotary“.
Helgi Sigurðsson forseti endaði skýrslu sína á að nefna málefni sem gæti orðið sameiginlegt verkefni rótarýklúbbanna í Kópavogi, en það er varðveisla vatnsbrunna í Kópavogi.
Þá var komið að stjórnarskiptum sem fóru fram með hefðbundnum hætti og tók nýr forseti Bryndís Hagan Torfadóttir við forsetakeðjunni af fráfarandi forseta, Helga Sigurðssonar.
Ný stjórn settist því næst að stjórnarborðinu en auk forseta Bryndísar H Torfadóttur, var varaforseti Geir A Guðsteinsson og stallari Björgvin S Vilhjálmsson mættir. Ritari fráfarandi stjórnar hélt áfram að rita fundargerðina.
Forseti Bryndís H Torfadóttir hóf mál sitt á að þakka fráfarandi stjórn og forseta samstarfið og vonaðist eftir góðu og öflugu starfsári og góðri samvinnu við nefndir klúbbsins um klúbbstarfið. Hún bauð einnig nýja stjórnarmenn velkomna til starfa fyrir klúbbinn..
Nokkrir félagar kvöddu sér hljóðs og þökkuðu fráfarandi stjórn vel unnin störf. Einnig var þess getið að nú hefur kona í fyrsta sinn verið kjörin forseti Rótarýklúbbs Kópavogs.
Ný stjórn Rótarýklúbbs Kópavogs 2015 - 2016
Forseti: Bryndís Hagan Torfadóttir
Varaforseti: Geir A. Guðsteinsson
Ritari: Helgi Ólafsson
Gjaldkeri: Margrét María Sigurðardóttir
Stallari: Björgvin Skafti Vilhjálmsson