Fréttir

24.11.2015

Staðan í Kópavogi

Ármann Kr. Ólafsson

Rótarýfundurinn 24. nóvember var í umsjón Þjóðmálanefndar, en formaður hennar er Kristinn Dagur Gissurarson. Fyrirlesari á fundinum var Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og fór hann yfir stöðuna í Kópavogi og ræddi væntanlega fjárhagsáætlun og annað sem hann vildi koma á framfæri. 3 mínútna erindi flutti Guðmundur Þ. Harðarson. Fjölmargir gestir frá Rótarýklúbbnum Borgum heiðruðu klúbbinn með nærveru sinni.


Guðmundur Harðarson sagði frá ferðalagi sem hann og kona hans fóru í til að heimsækja son sinn á Fiji eyjum sem er nokkurn veginn hinum megin á hnettinum og voru yfir 20 flugtímar að komast þangað um Bandaríkin. Á Fijieyjaklasanum eru 332 eyjar samtals um 18 500 ferkílómetrar og þar af 110 í byggð. Forfeður eyjaskeggja, sem eru um 860 þús., voru mannætur og virtust íbúar vera jafnhreyknir af því og við erum af víkingauppruna okkar. Guðmundur upplýsti okkur heilmikið um lífshætti venjur og siði meðal annars drykkjusiði heimamanna en ekki eru tök á að gera því meiri skil hér.

Fundurinn var á vegum Þjóðmálanefndar og kynnti Kristinn Dagur Gissurarson fyrirlesarann Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóra í Kópavogi. Ármann lauk BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 1994 eða prófi í klækjum eins og kynnirinn sagði. Hann stofnaði og stjórnaði um nokkurt skeið eftir nám Auglýsingastofuna Nonna og Manna. Hann hætti því þegar hann varð aðstoðarmaður ráðherra sem hann varð í þremur mismunandi ráðuneytum áður hann var kosinn á þing 2007.

Hann varð bæjarfulltrúi í Kópavogi 1998 og varð bæjarstjóri 2012.

Ármann sagðist hafa verið beðinn um að fara yfir fjárhagsáætlun bæjarins án þess að tala mikið um tölur sem hann taldi nokkuð snúið. Hann fór nokkuð yfir forsendur áætlunarinnar og gerði grein fyrir þeim mismun sem væri á Þjóðhagsspá og þeim forsendum sem Kópavogsbær inni með og fór yfir niðurstöður í langtímaáætlun fram til ársins 2020.  Stærstu kostnaðarliðirnir í rekstrinum eru fræðslumál, félagsþjónusta og æskulýðsmál og innan allra þessara liða er starfsmanna kostnaðurinn stærsti liðurinn.

Mikil áhersla hefur verið lögð á að ná skuldahlutfallinu niður og sagði Ármann það vera að nálgast 155% en strax eftir hrun hefðiþað verið upp undir 250%. Þetta hefði þó ekki aðallega gerst með greiðslu lána heldur hefðu umsvifin aukist það mikið að hlutfallið hefði lækkað.

Ármann fór yfir átak sem unnið væri að í húsnæðismálum en þar hefði verið stofnuð þverpólitísk nefnd sem unnið hefði mjög gott starfog eru fram komnar ýmsar hugmyndir um nýjar lausnir í félagslega kerfinu samfara mikilli fjölgun á íbúðum í því. Eitt vandamál sem Ármann nefndi sem komið hefði upp væri að launahækkun undanfarið hefði valdið því að sumt fólk sembýrí félagslegu húsnæði ætti ekki rétt á því húsnæði lengur samkvæmt reglum en verið væri að vinna að endurbótum t.d. með þrepaskiptri leigu. Hann nefndi einnig að bærinn beitti sér fyrir því að byggðar verði litlar og ódýrar íbúðir á almennum markaði. Síðan fór hann yfir hvað stæði til að gera á svæðunum Auðbrekku, Kársnesi og Glaðheimum.