Fréttir
  • Sr Sigurður Arnarson 29maí12

26.5.2012

Rótarýfundur 29 maí: 50 ára afmæli Kópavogskirkju

Séra Sigurður Arnarson flutti erindi tengt afmæli Kópavogskirkju sem verður 50 ára 16 desember nk. Hallgrímur Jónasson flutti 3ja mínútna erindi.

Eiríkur Líndal greindi frá vinnuferð í Sunnuhlíð 6. og 7. júní frá 17 – 21. Hvatti hann félagsmenn til að mæta.

Í 3ja mínútna erindi sínu ræddi Hallgrímur um flugdaginn og flugsafn Íslands á Akureyri. Taldi hann það þjóðinni til vansa hve illa væri staðið að varðveislu þessara minja.

Fundurinn var í umsjón Menningarmálanefndar. Formaður hennar, Bryndís Hagan Torfadóttir, kynnti séra Sigurð Arnarson sem verði hefur prestur við Kópavogskirkju frá 2009 en frá 2003 var hann embættisprestur í London. Með Sigurði í för var Ásta Ágústsdóttir djákni.

Sigurður rakti sögu kirkjunnar en bygging hennar hófst 1958. Biskup lagði hornstein að kirkjunni árið eftir eða þann 20. nóvember. Hún var síðan vígð 16. desember 1960. Sigurður sýndi myndir af listaverkum kirkjunnar, steindum gluggum eftir Gerði Helgadóttur, altarismynd eftir listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur, mynd eftir Benedikt Gunnarsson ásamt skírnarfonti. Kirkjan er ekki einangruð og brýnt að taka á hitamálum hennar sem fyrst. Þá þarfnast byggingin málunar utan og endurnýjunar á gólfefnum.

Þá greindi hann frá safnaðarstarfi og samstarfi safnaðanna í Kópavogi. Starf kirkjunnar stendur með miklum blóma meðal allra aldurshópa. Fjárhagsstaða kirkjunnar hefur verið nokkuð erfið en rekstur safnaðarins á síðasta ári skilaði hagnaði.

Þau Sigurður og Ásta svöruðu ýmsum spurningum fundarmanna.