Fréttir

6.10.2016

Rótarýþing í Kópavogi

Styrmir Gunnarsson fv. ritstjóri Morgunblaðsins flytur hátíðarræðuna á 71. umdæmisþingi Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi, en þingið hefst í Digraneskirkju í Kópavogi föstudaginn 14. október. Þá verða einnig flutt ávörp alþjóðahreyfingar Rótarý. Síðar sama dag verður móttaka í Gerðarsafni.

               Laugardaginn 15. október verður þingað í Menntaskólanum í Kópavogi. Umdæmisstjóri Rótarý, Guðmundur Jens Þorvarðarson, ávarpar og Guðný Helgadóttir fv. deildarstjóri í Mennta- og menningarráðuneytinu flytur erindi. Þinginu lýkur í Perlunni um kvöldið.

               Einkunnarorð Rótarý eru ,,þjónusta ofar eigin hag". Nú eru 31 Rótarýklúbbur á Íslandi og klúbbfélagar um 1.200 talsins.