Fréttir

26.1.2016

Ferðaþjónustan

Helga Árnadóttir

Rótarýfundurinn 26. janúar var á vegum ferðanefndar en formaður hennar er Guðbergur Rúnarsson. Aðalerindi flutti Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri SAF, Samtaka ferðaþjónustunnar. Þriggja mínútna erindið féll niður. Benjamín Magnússon kynnti tillögu að nýjum fána klúbbsins.


Guðbergur Rúnarsson formaður ferðanefndar kynnti fyrirlesara dagsins, Helgu Árnadóttur,  framkvæmdastjóra SAF, Samtaka ferðaþjónustunnar. Hélt  hún afar fróðlegt erindi um greinina og þá miklu fjölgun ferðamanna sem Íslensk ferðaþjónusta þarf a bregðast við.


Í máli hennar kom fram að fjölgun ferðamanna frá ári til árs er í kringum 15-30%. Í fyrra komu til Íslands 1,3 milljón manns. Fjöldi ferðamanna í júlí var álíka mikill árið 2015 og yfir heilt ár fyrir ca. tíu árum árum síðan. Góðu fréttirnar eru þær að greinin þarf ekki að glíma við árstíðabundnar sveiflur og sýndi Helga gröf þar sem fram kemur að fjöldi ferðamanna í hverjum mánuði er furðu jafn á höfuðborgarsvæðinu og bókanir á hótelum þ.a.l. góðar allan ársins hring. Hinsvegar er ekki hægt að kalla ferðaþjónustuna heilsársgrein í öllum landshlutum og nefndi Helga að á Austurland og Vestfjörðu fækkaði ferðamönnum verulega yfir vetrarmánuðina.

Helga varpaði fram þeirri spurningu – og svaraði henni einnig - hvað það væri sem drifi ferðamenn hingað til lands. Samkvæmt könnun sem gerð hefur verið er það náttúra landsins sem er mesta aðdráttaraflið, 80-85% svarenda í könnun meðal ferðamanna nefndu þann þátt, söga þjóðarinnar og menningu einnig.

Hverju skilar greinin var önnur spurning sem Helga svaraði einnig. Vissulega fjölgaði eggjunum í körfu þjóðarbúsins og tekjur af ferðamönnum árið 2015 hefðu verið reiknaðar uppá 370 milljarða? Arsemin væri alltaf að aukast en greinin á við þá erfiðleika að rjá að tölulegar upplýsingar eru af skornum skammti og þar gætu allar aðilar bætt sig verulega. Á haustdögum 2015 undirrituðu ríki, sveitarfélög og SAF samkomulag um eflingu greinarinnar.

Helga fjallaði um atvinnusköpun í ferðaþjónustunni, menntun starfsmanna og nefndi t.d. að á Íslandi væri enginn hótelskóli sem væri bagalegt þar sem þörf væri á auknu gistirými. Þá væri sú umræðu alltaf uppi um að hvernig land við viljum vera með tilliti til hagsmuna allra og þá í sátt landsmanna við sívaxandi atvinnugrein.


Benjamín Magnússon kynnti fyrstu hugmyndir að breyttum fána klúbbsins