Fréttir

21.2.2017

Staða þjóðarbúsins og peningamál

Þórarinn G. Pétursson

Rótarýfundurinn 21. febrúar  þriðjudagsins var í umsjón alþjóðanefndar en formaður hennar er Sævar Geirsson. Fyrirlesari á fundinum var Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans og ræddi hann um stöðu þjóðarbús Íslendinga og peningamálastefnu Seðlabankans. Jón Sigurðsson kynnti fyrirlesarann. Þriggja mínútna erindi flutti Kristófer Þorleifsson.

Forseti las upp ljóð dagsins  „ Á glæ„ eftir Björn Sigurbjörnsson.

Þriggja mínútna erindi flutti; Kristófer Þorleifsson. Það fjallaði um; hvað gerir Íslendinga að Íslendingum ? Þessari spurningu er ekki auðvelt að svara –frekar en öðrum spurningum er skipta máli. Þjóðerni er háð ýmsu s.s.uppeldi, stöðu og  fæðingarstað. En til þess að flækja málið  ekki frekar, telur hann einfalda svarið við spurningunni vera tungumálið okkar, sem hann hefur reyndar mjög miklar áhyggjur af. Hann tíundaði í mörgum vel völdum orðum áhyggjur sínar varðandi stöðu íslenskunnar í nútíð og í framtíð.

Jón Sigurðsson kynnti fyrirlesara dagsins,  Þórarin G. Pétursson aðalhagfræðing Seðlabanka Íslands. Hann hóf mál sitt á því að tala um 2 stóra búhnykki: Viðskiptakjarabata. Útflutningsverð Íslands hækkaði um 17% 2014-16 Í hlutfalli við útflutningsverð helstu viðskiptalanda sem er óvenjulegt í ljósi hægs hagvaxtar í viðskiptalöndunum. Viðskiptakjör hafa því batnað um 13,5%- sen er mun meiri bati en meðal annarra OECD-ríkja, sérstaklega meðal hrávöruútflytjanda.  Útflutningsvöxtur hefur verið mikill undanfarið þrátt fyrir veikburða vöxt alþjóðaumsvifa: drifinn áfram af gríðarlegum vexti ferðaþjónustu sem óx um 37% í fyrra og hefur fjórfaldast síðan 2010.

Mæld og undirliggjandi verðbólga er nálægt markmiði:

Peningastefnan hefur náð árangri; verbólguvæntingar hafa smámsaman lækkað í átt að markmiði eftir að hafa verið vel fyrir ofan það um langa hríð :

En fullnaðarsigur er ekki í höfn þrátt fyrir að peningastefnan hafi náð nokkrum árangri við að auka efnahagslegan stöðugleika undanfarið.. Samanburður við Noreg sýnir þetta ágætlega....

Efnahagsaðstæður einnig ólíkar hér á landi;  Við samanburð á vöxtum hér á landi og í nágrannarríkjunum þarf ekki einungis að hafa í huga hvað saga verðstöðugleika er í raun stutt hér á landi....einnig að hér er mikill hagvöxtur og vaxandi spenna en þrálátur slaki og hægagangur í hinum samanburðar ríkjunum.

Hávær umræða um að breyta þurfi ramma peningastefnunnar...Þegar hafa verið gerðar miklar breytingar...Öllum útfærslum peningastefnu fylgja kostir og gallar.

Orðum sínum til stuðnings sýndi hann okkur mörg línu- og súlurit, er lýsa öllu sem hann var að fræða okkur um, mjög ljóslega