Fréttir
  • 7juni2011-2nyir-felagar

9.6.2011

Á Rótarýfundi 7. júní s.l. voru tveir nýir félagar teknir í klúbbinn, þau Bryndís Hagan Torfadóttir fyrir starfsgreinina flugsamgöngur og Sigurður B. Ringsted fyrir starfsgreinina sjómennska

Á myndinni standa þau Bryndís og Sigurður á milli Helga Laxdal, forseta klúbbsins og Guðmundar J. Þorvarðarsonar, formanns klúbbþjónustunefndar.

Bryndís Hagan Torfadóttir

Bryndís er fædd á Húsavík 22. ágúst 1947 og lauk þaðan landsprófi.  Eftir skólagöngu í Kvennaskólanum í Reykjavík hóf hún störf hjá Flugfélagi Íslands.  1. apríl 1970 hóf hún störf hjá SAS (Skandinavian Airlines) og hefur starfað þar síðan ýmist hér á landi eða erlendis, m.a. á Norðurlöndunum, Grænlandi, Bretlandi og Eistlandi.  Hefur hún á þessu slóðum átt þátt í að stofna eða koma á legg ýmissi starfsemi fyrir SAS, svo sem ferðaskrifstofu,

símaþjónustuveri sem sinnir og heldur utanum farseðlasölu, farseðlaútgáfu og ýmsa aðra þjónustu sem SAS býður upp á.

Meðfram störfum sínum fyrir SAS hefur hún stundað nám sem SAS býður upp á, s.s kennarnám og hefur m.a. kennt við SAS skólann í Danmörku. Jafnfram hefur hún stundað nám í Markaðs- og sölufræðum í ýmsum háskólum.  Í dag er Bryndís framvkæmdastjóri fyrir SAS á Íslandi ásamt því að reka sitt eigið fyrirtæki 3BT.  Hún situr í stjórnum ýmissa félagssamtaka, m.a.  Félags kvenna í atvinnurekstri, Umhyggju félagi til stuðnings lang-veikum börnum og Félagi eldri borgara í Reykjavík.

Bryndís er ógift og á 2 uppkomin börn.

Starfsgrein: Flugsamgöngur

 

Sigurður B. Ringsted

Sigurður er fæddur á Akureyri 11. október 1948.  Stundaði nám við Gagnfræðaskóla Akureyrar og Stýrimannaskólann á Akureyri. Einnig stundaði hann nám á Hagfræði og viðskiptabraut Menntaskólanns á Ísafirði og nam spænsku og forritun í Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Auk þessa stundaði hann réttindanám til fasteignasölu í Chapala í Mexico. Hann hefur stundað sjómennsku frá 14 ára aldri, fyrst með námi.  Eftir að hann lauk námi hefur hann fyrst og fremst sundað sjómennsku, þar til hann slaðaðist,  fyrir nokkrum árum og hefur síðan m.a. starfað við fasteignasölu á Íslandi og Mexico,  einnig hjá ÁTVR um tíma.

Sigurður er ókvæntur og á 3 börn

Starfsgrein:  Sjómennska