Fréttir
  • Ragnar Jóhannsson 15mai12

24.5.2012

Rótarýfundur 15. maí: Hver fjarlægði lík Staðarbræðra? - Tilgáta um glæp

Ragnar Jóhannson var ræðumaður dagsins og Þórhallur Jónsson flutti 3ja mínútna erindi.

I 3ja mínútna erindi sínu fjallaði Þórhallur um aðalbláber, vaxtarsvæði þeirra, hollustu og lækningarmátt.

Fundurinn var í umsjón Ferðanefndar. Formaður hennar er Jón Emilsson og kynnti hann fyrirlesara dagsins Ragnar Jóhannsson. Ragnar er fæddur 1962. Hann er doktor í eðlisefnafræði frá Svíþjóð.

Ragnar kallaði erindi sitt:  Hver fjarlægði lík Staðarbræðra? – Tilgáta um glæp.

Í upphafi rakti hann orsök ferðar þeirra Reynisstaðabræðra en það voru fjárskipti í kjölfar fjárkláða. Rakti hann aðdraganda ferðarinnar, kaup á fé í Vestur Skaftafellssýslu og síðan ferðina norður. Á þessum tíma eru sæluhús með ca 26 km millibili á Kjalvegi. Þegar óveðrið brestur á þá tjalda þeir bræður ásamt samferðamönnum en Jón Austmann hafði farið á undan með forustufé. Leiddi Ragnar líkur að því að þeir hefðu kafnað í tjaldinu vegna loftsleysis.

Undi jól er farin leitarferð að þeim félögum en ekkert fannst. Önnur ferð er farin undir vor en þá fannst ekkert heldur. Önnur kaupferð er farin um vorið. Um miðjan júní voru Hólamenn á ferð suður og fundu þeir tjaldið með líkunum.

Fyrst þegar komið er að tjaldi þeirra ferðafélaga sáu menn 3 lík og einn taldi sig sjá hönd á því fjórða. Þegar staðarins var vitjað aftur með kistur og prest þá fundust bara 2 lík. Var sök borin á þá sem fóru í seinni kaupferðina og voru á leið norður á sama tíma. Ragnar telur að annar leitarmanna úr fyrstu leitarferðinni hafi rænt líkin. Færði hann góð rök fyrir þessari skoðun sinni. Sýndi m.a. fram á hvernig hann gat flutt líkin á þann stað sem þau fundust á 60 árum síðar.