Fréttir
  • Már Guðmundsson 4júní13

4.6.2013

Fjármagnshöft og stefnan í gengis- og peningamálum.

Á Rótarýfundinum 4. júní var Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, gestur klúbbsins. Kristófer Þorleifsson flutti 3ja mínútna erindi.

Kristófer ræddi um tímann og tímamörk. Dagur er leiftursnöggt að kveldi kominn og æviskeiðið líður hratt fram og fyrr en varir er komið að kvöldi lífsins.

Kristófer sagði frá störfum sínum á barnaspítala Hringsins og þeim breytingum sem orðið hafa á aðkomu foreldra barnanna sem lágu inni. Hann benti á að tengslamyndun fyrstu árinn hefur afgerandi áhrif á sjálfsmynd barna, samskiptahæfni og tengslamyndun þeirra. Sagði frá munaðarlausum börnum á hælum í Rúmeníu sem voru svipt tengslum við umönnunaraðila. Og að lokum bað hann okkur að staldra við og gefa mannlegum samskiptum og tengslum betri gaum, annars er hætta á að þroskaferlið staðni í eintali sálarinnar í tölvunni eða farsímanum.

Fundurinn var í umsjón Alþjóðanefndar. Hallgrímur Jónasson kynnti fyrirlesarann Má Guðmundsson Seðlabankastjóra. Már nefndi erindi sitt Fjármagnshöft og stefnan í gengis- og peningamálum. Fór hann m.a. yfir undirliggjandi skuldastöðu þjóðarbúsins 2012 og áætlaðar afborganir af erlendum lánum.

Afborganir og vextir af lánum sem greiða þarf næstu ár eru það mikil að þjóðarbúið ræður ekki við það. Kallaði það greiðslujafnaðarvanda, lengja verður afborgunartímann um allt að 30 ár. Már benti á að þjóhagslegur sparnaður væri of lítill.

Í lokin ræddi hann um losun hafta og verðbólguhorfur.