Fréttir

8.7.2014

Lista- og menningarsetrið á Kópavogstúni

Garðar H. Guðjónsson

Rótarýfundurinn 8. júlí var í umsjón Menningarmálanefndar, formaður er Sævar Geirsson. Fyrirlesari var Garðar H Guðjónsson. Umræðuefnið var um  Lista- og menningarsetrið á Kópavogstúni. Þriggja mín erindi flutti Benjamín Magnússon.

Forseti setti fundinn og bauð gesti velkomna. Hann sagði frá andláti Sveinbjörns Péturssonar veitingamanns, rótarýfélaga okkar. Sveinbjörn lést þ. 4 júlí s.l. á 86. aldursári en hann var fæddur þ. 9. mars 1929. Sveinbjörn var Paul Harris félagi, hann var þekktur fyrir að leggja ætið gott til mála í starfi og leik. Sveinbjörn var rótarýfélagi frá jan. 1972. Forseti bað fundinn að minnast Sveinbjörns Péturssonar félaga okkar með því að rísa úr sætum og hafa einnar mínótu þögn.

Dagskrá fundarins hófst með 3ja mín erindi sem Benjamín Magnússon flutti. Sagði hann frá ferð til Istanbul sem væri borg með mikla sögu en vitað væri um mannvist þar allt að 3 þús árum fyrir Krist. Benjamín rakti helstu atriði í sögu þessarar merku borgar, glæsilega uppbyggingu og einnig eyðileggingu menningarverðmæta, sérstaklega á tímum krossfaranna. Istanbul tengir saman Evrópu og Asíu um Bosborus og var megin leið að Silkileiðinni svonefndu og þar var Ottoman veldið. Benjamín sagði einnig frá rúnaletri norrænna manna sem finna mætti í Istanbul og væri frá 7 – 8 öld.

Fundurinn var í umsjón Menningarmálanefndar, formaður er Sævar Geirsson en Hrafn A. Harðarson kynnti fyrirlesara Garðar H Guðjónsson blaðamann og ritstjóra; Hann hefur m.a. unnið mikið fyrir Rauðakrossinn og er fyrrv. form. Kópavogsdeildar Rauðakrossins og setið í stjórn Rauðakross Íslands. Garðar hefur verið fltr. á vegum Kópavogsbæjar í atv. og uppl.nefnd sem og í menningar- og þróunarráði bæjarins. Hann hefur ritað fjölda greina auk nokkurra bóka. Garðar hefur háskólamenntun í blaðamennsku og starfar sem ráðgjafi í kynningar- og útgáfumálum. 

Erindi Garðars nefnist „Lista- og menningarsetrið á Kópavogstúni“. Garðar gat þess í upphafi að þetta verkefni væri sér afar hugleikið og sérstaklega ánægjulegt að taka þátt í gera enduruppbyggingu Hressingarhælisins og gamla Kópavogsbæjarins að veruleika sem menningarseturs í Kópavogi. -Aðdragandi að einróma samþykkt bæjarstjórnar um þetta mál á sér ekki langa sögu innan bæjarkerfisins. -Er í stuttu máli eftirfarandi; 

• Menningar- og þróunarráð leggur til í febrúar 2012 að hugað verði að endurreisn húsanna

• Bæjarráð samþykkir í feb 2012 að starfshópur verði myndaður, víðtækt samráð um málið

• Greinargerð starfshóps lagt fram í júní 2012 um að endurreisn verði hafin sem fyrst

• Bæjarstj samþ í sept 2012 samráðsvettvang að undirbúningi og að endurreisn hefjist 2013
•Tillögur starfshóps lagðar fram í des 2012 um stofnun félags og framkvæmdaáætlun

• Bæjarstjórn janúar 2013 – framkv.áætlun samþykkt einróma

• Kópavogsfélagið er svo stofnað í mars 2013

• Tillögur Kópavogsfélagsins síðan lagðar fram í júní 2013

• Umsögn Markaðsstofu Kópavogs liggur svo einnig fyrir í ágúst 2013

• Einróma samþykkt bæjarstjórnar um rekstraráætlun liggur einnig fyrir frá júní 2014.

Framkvæmdaáætlun er í 6 áföngum og er 1 áfanga þegar lokið sem er viðhald Hressingarhælisins utanhúss og verið er að vinna við 2 áfanga sem er viðhald Kópavogsbæjarins utanhúss. –Öllum 6 áföngum framkvæmdanna skal svo vera lokið fyrir 11. maí 2015 en þá er fyrirhugað að taka húsin í notkun, á 60 ára afmæli bæjarins. -Til máls tóku Hrafn A Harðarson, Ásgeir G Jóhannesson og Geir A Guðsteinsson.