Fréttir

20.11.2012

Tilnefningar til næstu stjórnar klúbbsins

Rótarýfundurinn 20. nóvember var í umsjón stjórnar. Tilnefning í stjórn. 3ja mínútna erindi flutti Geir A Guðsteinsson.

Í þriggja mínútna erindi sínu fór Geir Guðsteinsson yfir afleiðingar hrunsins 2008 og tók fyrir stöðu unga fólksins í dag sem er að stofna heimili og áhrif verðtryggðra lána sem það tekur. Minntist einnig á fækkun afbrota á Reykjavíkursvæðinu sem ef til vill má rekja til virkari nágrannavörslu.

Fundarefnið var að uppfylla ákvæði 3.gr. laga klúbbsins, en þar segir:

"Forseti klúbbsins skal á klúbbfundi um miðjan nóvember leita eftir tilnefningum félaga um stjórnarmenn, þ.e. forseta, varaforseta, ritara, gjaldkera og stallara, skulu hver um sig kosnir í eftirfarandi röð: stallari, gjaldkeri, ritari og varaforseti. Tilnefningar skulu koma frá  almennum félögum samkvæmt ákvörðun klúbbsins. Tilnefningar er berast skulu skráðar á kjörseðil fyrir hvert embætti fyrir sig. Hver félagi má tilnefna einn félaga í hvert embætti. Stjórnin skal yfirfara tilnefningar í hvert embætti og eru þrír í kjöri. Ef fleiri en þrír félagar koma til greina vegna jafnra atkvæða, skal hlutkesti ráða um það hverjir af hinum jöfnu skulu vera í kjöri. Hið sama gildir ef sami aðili fær flestar tilnefingar í fleiri en eitt embætti. Kosning skal fara fram á kjörfundi í desember"

Eftirfarandi félagar hvöttu sér hljóðs. Jón Emilsson flutti kveðja frá Rótarýklúbbnum Borgum og minnti á boð um að mæta á fund hjá þeim 6. desember n.k. kl. 7.45 í safnaðarheimili Kópavogskirkju.

Sigurjón Sigurðsson spurði um undirbúning jólafundarins 18. desember n.k.

Ásgeir Jóhannesson vakti athygli á útsýninu frá 19. hæð yfir Kópavogsbæ og sjá hvað bærinn hafi vaxið og dafnað. Hann fór með vísu sem hann hafði eftir konu komna á tíræðisaldur.