Fréttir

2.11.2017

Skýjahlutar og tölvuver

Ólafur Kristjánsson

Rótarýfundurinn 31. október var á vegum klúbbþjónustunefndar, formaður Magnús Már Harðarson. Fyrirlesari var Ólafur Kristjánsson, forritari og tölvunarfræðingur og ræddi hann um skýjahluta, tölvuver o.fl. Þriggja mínútna erindi flutti Magnús Már Harðarson.

Í upphafi fundar las Jóhann Þórður nokkra málshætti sem honum þóttu viðeigandi.

Þriggja mínútna erindi flutti Magnús Már Harðarson. Kallaði hann erindið
Vesturbæjarfararnir. Ræddi hann um vesturbæjar-aðalinn í Reykjavík.

Magnús Már kynnti fyrirlesara fundarins Ólaf Kristjánsson, forritara og tölvunarfræðing.
Ólafur ræddi um skýjahluta og tölvuver. Einnig ræddi hann um ýmsar tækninýjungar og
framfarir í snjalltækni.