Fréttir

21.6.2010

Jón Ragnar Björgvinsson látinn

Útförin fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 23. júní kl. 13.00

Gerðist Rótarýfélagi 1972.

Félagi okkar í Rótarýklúbbi Kópavogs, Jón Ragnar Björgvinsson, andaðist á Landsspítalanum 11. júní sl.  Hann var fæddur á Akureyri 10. ágúst 1934 og ólst þar upp á því tímabili sem bærinn var að taka miklum breytingum vegna iðnaðaruppbyggingar samvinnuhreyfingarinnar, síðari heimsstyrjaldarinnar og breyttra búsetuhátta í firðinum.

Jón var við nám í héraðsskólanum að Laugum í Suður – Þingeyjarsýslu í tvo vetur en hóf síðan nám við Garðyrkjuskólann að Reykjum í Ölfusi en hugur hans stóð frá unga aldri til til þeirra fræða sem þar voru kennd.  

Eftir nokkurra ára hlé á námi tók Jón þráðinn upp á nýjan leik og hélt til Danmerkur þar sem hann útskrifaðist sem garðyrkjufræðingur árið 1956. 

Hann stofnaði ásamt fleirum Blómahöllina s.f. í Kópavogi árið 1967 og starfrækti það fyrirtæki í áratugi af myndarskap og natni henna grænu fingra sem Jón var gæddur.

Árið 1959 kvæntist Jón eftirlifandi konu sinni Elsu Hildi Óskarsdóttur og eignuðust þau 4 börn.

Jón Ragnar gerðist félagi í Rótarýklúbbi Kópavogs árið 1972, gengdi þar ýmsum trúnaðarstörfum og sótti fundi allt fram á s.l. vor eftir því sem heilsan leyfði, en síðustu mánuði var MND sjúkdómurinn honum mög erfiður.

Blessuð sé minning Jóns Ragnars Björgvinssonar.