Rótarýfundur 6. september
Á fundinum flutti Tómas Young, verkefnisstjóri hjá Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, erindi sem bar yfirskriftina "Hagræn áhrif skapandi greina". Jón Sigurðsson flutti 3ja mínútna erindi.
3ja mínútna erindi flutti Jón Sigurðsson og gerði að umræðuefni áætluð kaup Kínverja á Grímsstöðum á Fjöllum.Ræddi hann þau í sögulegu ljósi ekki ósambærilegra atburða á 15 öld í öðrum heimshluta.
Aðalerindi fundarins flutti Tómas Young, verkefnisstjóri hjá Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Erindið ber yfirskriftina Hagræn áhrif skapandi greina.
Sigbjörn Jónsson, formaður Alþjóðanefndar, kynnti fyrirlesara dagsins. Tómas hefur lokið BSc í ferðamálafræði og MSc í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum. Hann hefur verið stöðvarstjóri hjá Bilaleigu Akureyrar og gengt ráðgjafarstörfum tengt tónlist og tónlistarviðburðum og gegnir nú starfi verkefnisstjóra hjá ÚTÓN (útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar.
Tómas hóf mál sitt með því að fara yfir skýrslu um „Hagræn áhrif skapandi greina“ og þá umræðu sem verið hefur í þjóðfélaginu síðan hún kom út. Gerði hann grein fyrir því hvað fellur undir skapandi greinar og hvert gögn til úrvinnslu voru sótt en það er frá Fjársýslu Ríkisins, Sambandi sveitarfélaga og Hagstofunni.
Heildarvelta skapandi greina var árið 2009 189 milljarðar. Ársverk voru 10.107 ári 2008 en hafði fækkað í 9371 2009. Útflutningstekjur eru um 25 milljarðar árið 2009 en stærstir eru þar útflytjendur tölvuleikja. Samdráttur vegna efnahagshruns gætir minna í þessari grein en mörgum öðrum. Eyðsla gesta á Iceland Airwaves var á árinu 2005 313 m.kr meðan á dvölinni stendur en þá er ótalinn ferðakostnaður til og frá landinu.