Eþíópía
Á Rótarýfundinum 9. október sagði Bergþór Halldórsson, formaður Ferðanefndar, frá ferðalagi sínu til Eþíópíu.
Bergþór sagði frá ferð sinni til Eþiópíu sem er land sem fáir íslendingar hafa ferðast til, þó komu fréttir við og við þegar íslenska kirkjan rak kristinboð í Konsó. Eþiópía er á austurhorni Afríku og er annað fjölmennasta ríki Afríku með um 90 milljón íbúa, næst á eftir Nígeríu.
Eþíópíumenn er hreyknir af því að land þeirra sé eina landið í Afríku sem aldrei var nýlenda. Ítalir réðu þó landinu 1936-41.
Flogið var frá London til Addis Ababa. Í borginni var m.a. skoðuð Þrenningakirkjan en í henni er kista Halie Selassie. Næst var ferðast í norðurát til Bahir Dar sem stendur við Tanavatn rétt við þar sem Bláa Níl rennur úr vatninu. Talið er að 2/3 vatnsmagnsins í Níl komi úr Bláu Níl. Frá Bahir Dar var flogið til Lailibela sem er lítið þorp þar sem m.a. var skoðuð kirkja sem eru höggin 5-6 m niður í bergið. Kirkjur byggðar á sama hátt eru 11 talsins í héraðinu og eru frá 400-600 e. krist. Bergþór sagði frá dalnum Danakil depression sem er langur dalur við austurlandamærin að Eritreu. Dalurinn er talinn einn sá heitasti á jörðinni. Meðalhitinn er yfir 30 gráður á Celcius og fer í 50 gráður á þurrasta tímanum. Mikill jarðhiti er í dalnum og hitti Bergþór íslenska jarðvísindamenn, sem voru að koma frá dalnum.
Eftir að hafa ferðast um norðurhluta landsins var flogið aftur til Addis Ababa þar sem skoðaðar voru m.a. fornminjar og endurgerð af Lucy sem mun vera elsti formóðir mannsins. Í Addis Ababa eru höfuðstöðvar sambands Afríkuríkja og markaður sem sagður er vera sá stærsti í Afríku.
Nú tók við ferð um suðurhluta landsins sem er allt annar heimur. Húsakostur er fremur bágborin enda eyðir fólkið mestum tíma utanhúss. Unglingar sátu úti og voru að lesa námsbækur. Syðst og vestast býr fjöldi lítilla þjóða sem tala sín eigin tungumál. 90 mismunandi tungumál eru töluð í landinu. Meirihluti íbúanna eru kristnir og er eþiópiska rétttrúnaðarkirkjan talin vera ein sú elsta ú heimi. Múslimum fjölgar hratt og eru líkur á að hlutfallið geti breyst með tímanum.
Opinbert tungumál er Amariska ásamt ensku.
Frásögn og myndasýning Bergþórs var fræðandi og lifandi.
Kirkja heilags Georgiusar. Kirkja er höggvin niður í bergið. Fyrst
höggva menn 4-5 metra niður sem er nægileg þykkt á þaki, þá er gerðurgluggi og vinnuflokkur sendur inn sem hreinsar innan úr byggingunni meðan aðrir halda áfram að utan.
Stúlkur úr Mursi ættbálknum þar sem konur fegra sig með því að
skera í neðri vörina og teygja hana utan um disk sem er stöðugtstækkaður. Til að koma diskinum fyrir eru framtennur í neðri gómfjarlægðar. Ekki beita allar stúlkur þessari fegrunaraðgerð.
Stúlkur úr Hammar þjóðflokknum dansa á hátíð sem haldin er vegna manndómsvígslu ungs manns úr þjóðflokknum.
Eþiópíumenn hafa fyrir löngu komist að því hver eru öflugustu burðardýrin!