Fréttir
  • jón Brynjar Birgisson 10jan12

18.1.2012

Rótarýfundur 10. janúar - Jón Brynjar Birgisson, verkefnastjóri hjá Rauðakrossi Íslands

Fundurinn var í umsjón starfsþjónustunefndar. Fyrirlesari var Jón Brynjar Birgisson, verkefnastjóri hjá Rauðakrossi  Íslands. 3ja mínútna erindi flytur Vilhjálmur Einarsson.

Jón Emilsson formaður ferðanefndar minntist á könnun nefndarinnar sem send hafði verið út sl. viku og hvatti félaga til að svara sem fyrst.

3 mín. erindi flutti Vilhjálmur Einarsson og fjallaði um veru sína í skipulagsnefnd bæjarins og þar á meðal umræður um Gusts svæðið og fyrirhugaða 32 hæða blokk sem enn hefur ekki verið reist.

Fundurinn var í umsjón starfsþjónustunefndar. Friðbert Pálsson kynnti fyrirlesarann.

Jón ræddi um skipulag neyðarvarna höfuðborgarsvæðisins, um skilgreiningu á almannavarnaástandi og viðbragðsástandi. Um hlutverk aðgerðastjórna, vettvangsstjórna og samhæfingarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð. Einnig ræddi hann um hlutverk RK, sem fellst í að sinna grunnþörfum einstaklingsins; sjá um sálrænan stuðning og skyndihjálp; sjá um skráningu og sameiningu á fjölskyldum; að koma upplýsingum til almennings og að sjá um félagslegt hjálparstarf.

Jón kynnti Hjáparsímann 1717 sem hann sagði mikið notaðan. Rætt var um sálrænan stuðning og muninn á honum og fullri áfallahjálp. En þörfin á áfallahjálp er mun minni en á sálrænum stuðning. Jón fjallaði um almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu og þá skóla sem væru skilgreindir sem athvarf og um að þeir hjá RK létu björgunarsveitunum eftir ungu spræku sjálfboðaliðana, en aðmeðalaldur sjálfboðaliða RK væri 50 ár og væri það farsælt.

Fyrirspurnir komu frá Hauki Haukssyni, Jóni Emilssyni og Benjamín Magnússyni.