Fréttir

6.10.2017

Neyðarlínan

Tómas Gíslason

Rótarýfundurinn 3. október var í umsjón Þjóðmálanefndar en formaður hennar er Ólafur Tómasson. Fyrirlesari á fundinum var Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar (112) og kynnti hann starfsemi Neyðarlínunnar og tilurð hennar. Þriggja mínútna erindi flutti Ólafur Tómasson.

Gestur fundarins var Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastrjóri neyðarlínunnar, sem kom
í stað Þórhalls Ólafssonar, forstjóra neyðarlínunnar, en hann forfallaðist.

Ólafur Tómasson flutti þriggja mínútna erindi. Fór hann á tímaflakk 40 ár aftur í tímann og
greindi frá breytingu á Landsímanum frá handvirku kerfi yfir í sjálfvirkt kerfi og afleiðingar
verkfalls á Íslandi er hann var staddur í Kaupmannahöfn.

Ólafur kynnti síðan fyrirlesarann Tómas Gíslason, sem fjallaði um starfsemi
Neyðarlínunnar og tilurð hennar. Neyðarlínan hóf starfsemi sína 01.01.1995 og þá voru
sameinuð öll neyðarnúmer landsins í eitt númer, 112.