Eignarhald á fjölmiðlum
Jón G. Hauksson
Rótarýfundurinn 9. september var í umsjón Klúbbþjónustunefndar. Formaður er Magnús Már Harðarson. Gestur fundarins og fyrirlesari var Jón G Hauksson ritstjóri Frjálsrar verslunar og fjallaði hann um eignarhald á fjölmiðlum ofl. Friðbert Pálsson flutti 3ja mínútna erindi.
Helgi Ólafsson og Guðmundur Ólafsson sögðu frá golfmótinu og sýndu sigurbikarinn. Fengu þeir verðskuldað lófaklapp fundarmanna fyrir hönd sigursveitar gólfklúbbsins.
Bryndís H Torfadóttir, varaforseti, sagði frá smá breytingu á mat á fundum, þ.e. að í stað súpu á undan aðalrétti yrði framvegis kaka í eftirrétt.
Friðbert Pálsson, formaður Ferðanefndar klúbbsins, flutti 3ja mínútna erindi og fjallaði um nefndina og að er virðist lítinn áhuga klúbbfélaga á ferðum, sbr. fyrirhugaða vorferð sem fella varð niður vegna ónógrar þátttöku. Friðbert auglýsti eftir hugmyndum um ferðir og/eða annað sem við gætum gert okkur til fróðleiks og skemmtunar. Hann sagði frá því að nefndin væri með hugmyndir um t.d. „ Víkinga & Whisky“ ferð til Skotlands og að leitað yrði eftir áhuga félaga á slíkri ferð. Einnig að skipuleggja haustferð svipaða og vorferðina, en þá væri farið með rútu að t.d. Skógum, safnið skoðað og svo væri sameiginleg máltíð áður en farið yrði heim á leið.. Góður rómur var gerður að máli hans.
Þá var gert fundarhlé frá 12.25 – 12.40 meðan borðhald var klárað.
Fundurinn var í umsjón Klúbbþjónustunefndar og kynnti formaður nefndarinnar, Magnús Már Harðarson fyrirlesara, Jón G. Hauksson, ritstjóra Frjálsrar verslunar.
Hann segist vera Kópavogsbúi í húð og hár - þótt hann hafi búið í Grafarvoginum sl. 27 ár. Hann er fæddur árið 1955 í Kópavogi eða sama ár og Kópavogur fékk kaupstaðarréttindi, og ólst þar upp sem frumbyggi - en foreldrar hans byggðu sér hús við Víðihvamminn og bjuggu þar samfleytt í 45 ár - eða þar til þau fluttust í Lækjarsmárann.
Jón gekk í Barnaskóla Kópavogs og síðar Víghólaskóla - en eftir það lá leiðin í MR og síðan í viðskiptadeild Háskóla Íslands. Á námsárum sínum í Háskólanum vann hann með námi á Þjóðhagsstofnun. Eftir að hafa verið aðstoðarmaður hótelstjórans á Hótel Sögu, Konráðs Guðmundssonar, í eitt ár sneri hann sér að blaðamennsku og gerði hana að lífsstarfi sínu.
Jón hefur verið blaðamaður í yfir 32 ár, þar af yfir 22 ár ritstjóri Frjálsrar verslunar eða lengur en nokkur annar sem hefur gegnt því starfi. Hann hefur skrifað um viðskipti og efnahagsmál í hartnær 28 ár samfleytt og komið fram í fjölda útvarps- og sjónvarpsþátta um þau málefni. Hann var forseti JC Kópavogs á árunum 1981til 1982 - og kom á mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla í Kópavogi árið 1977 og hélt utan um það starf allt til ársins 1985 - en þessi keppni var undanfari núverandi ræðukeppni framhaldsskólanna.
Erindi Jóns G. Haukssonar nefnir hann „Eignarhald á fjölmiðlum“. - Hverjir eiga fjölmiðlana - Skráðir eigendur, starfsmenn og/eða lesendur, viðskiptavinir. -Ungt fólk í dag telur sig eiga að fá allt frítt ef það er á netinu.. -Framtíðin er án efa að prentaðir fjölmiðlar munu líða undir lok og öll miðlun verða rafræn.
Jón sagði að fjölmiðlafólk væri mjög sjálfhverft. -Varla léti blaðamaður og/eða ritstjóri svo af störfum að ekki hæfist umræða um ritstjórnarlegt sjálfstæði.
Hann sagði að fjölmiðlar væru ekkert öðruvísi en önnur fyrirtæki; Kæmi upp ágreiningur á milli útgefanda (eiganda) og ritstjóra viki ritstjórinn líkt og hver annar framkvæmdastjóri sem sem væri kominn upp á kant við stjórn og hluthafa.
Jón fjallaði um eignarhaldið á helstu fjölmiðlum landsins; 365 miðlar = Ingibjörg Pálmad og Jón Ásgeir, Morgunblaðið = sterkir aðilar í sjávarútvegi, Samherji og Guðbjörg Mattíasdóttir ofl. og svo RUV = ríkið.
Hann sagði frá auglýsingamarkaðnum sem hefði ekki rétt úr kútnum eftir hrun. –