Fréttir
  • Helgi Sigurðsson

5.2.2013

Rótarý International og Polio Plus

Rótarýfundurinn 5. febrúar var í umsjón Rótarýfræðslunefndar. Formaður hennar er  Jón Höskuldsson. Helgi Sigurðsson félagi okkar flutti erindi um Polio Plus verkefnið og Helgi Laxdal flutti 3ja mínútna erindi.

Þriggja mínútna erindi sínu ræddi Helgi um verkjatilfinningu sem hann hugleiddi eftir fyrirlestur Eiríks Líndal um verki sem hann flutti 15. janúar s.l. Helgi sagði sögur af tveimur vinnufélögum. Í fyrra tilfellinu var það skipstjórinn sem slasaðist og kvartaði sáran undan verkjum og taldi mörg rifbein brotin. Eftir skoðun læknis fundust brotnu rifin ekki og verkir hurfu. Í seinna tilfellinu var það sjómaður sem slasaðist á hendi og kvartaði ekkert eftir slysið en þegar hann tók af sér vettling af slösuðu hendinni fann hann fyrir hörðum hlut í vettlingnum sem reyndist vera fingur.

Fundurinn var í umsjón Rótarýfræðslunefndar. Ólafur Tómasson fékk Helga Sigurðsson félaga okkar í klúbbnum til að flytja erindi um starf og árangurí  PolioPlus átakinu sem hófst árið 1985 með því markmiði að útrýma lömunarveiki og fleiri barnasjúkdómum. Átakið er unnið af Rótarýhreyfingunni, Alþjóða heilbrigðisstofnuninni, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna ofl.

Helgi flutti mjög fræðandi og áheyrilegt erindi um söguna og baráttuna við að útrýma lömunarveikinni. Verkefnið hófs 1985 og síðan er búið er að bólusetja 2 milljarða barna. Lömunarveikin er smitsjúkdómur af völdum veirusýkingar sem berst á milli manna og gerir ekki mannamun. Bylting varð í baráttunni 1952 þegar Jonas Salk kom með mótefni sem sprautað var í æð og enn frekari þróun var þegar Albert Sabin árið 1962 kom með bóluefni sem tekið er inn um munn.

Mikið hefur áunnist í baráttunni við að útrýma lömunarveikinni en eftir er að ljúka bólusetningu í þrem löndum þar sem berjast þarf við fáfræði, öfgar og hernað. Með þrautseigju og dugnaði mun verkefninu ljúka. Kostnaður við verkefnið er álíka og smíði þriggja herflutningavéla, hálfan kafbát eða einn sjötta hluta af flugmóðuskipi. Þetta sýnir á hvað valdaríkin í heiminum leggja áherslu.

Erindi Helga má sjá hér Mænuveiki og Polio Plus - Helgi Sigurðsson