Alþingiskosningarnar í vor
Bergþór Halldórsson kynnti fyrirhugaða ferð klúbbsins um Þingvelli nú í vor. Kunnugur leiðsögumaður mun leiða ferðina. Áhugasamir skrá sig á þáttökulista.
Í 3ja mín. erindi sínu sagði Guðmundur B. Lýðsson frá áhuga sínum á stjórnmálum. Fór hann yfir loforðalista flokkanna sem er endurtekinn sem næst óbreyttur fyrir kosningar. Skemmtileg upprifjun núna rétt fyrir kosningar.
Kristján H. Guðmundsson, fyrrum félagi okkar, færði klúbbnum myndaalbúm frá komu Færeyinga 1989.
Helgi Sigurðsson kynnti fyrirlesarann Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðing. Einar fór yfir komandi kosningar, hreyfingu fylgis ofl. Benti m.a. á að flokkshollusta hefði minnkað gríðarlega mikið. Það er álitið að allt að helmingur kjósenda skipta um flokk milli kosninga. Gömlu fjórflokkarnir sem hafa verið hryggjarstykkið í íslenskri pólitík fá sennilega um 75% atkvæða sem er óvenju lítið. Fjórflokkarnir hafa þá sérstöðu að hafa fengið um 1 mkr. á síðasta kjörtímabili í reksturinn. Nýju framboðin fá ekkert.