Tilnefningar til næstu stjórnar
Rótarýfundurinn 19. nóvember var í umsjón stjórnar. Á fundinum voru félagar tilnefndir til að vera í kjöri til næstu stjórnar. Þriggja mínútna erindi flutti Geir A. Guðsteinsson.
Forseti setti fundinn og bauð gestinn velkominn.
Valur Þórarinsson formaður skemmtinefndar kynnti fyrirkomulag jólafundar 17. des. Fundurinn verður í Turninum á venjulegum fundartíma en verður trúlega heldur lengri en venjulegur fundur. Gestir á fundinum verða Andri Snær Magnason sem mun hafa algerlega frjálsar hendur um efnisval og Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir prestur í Hjallasókn sem mun flytja jólahugvekju. Makar félagsmanna eru velkomnir á fundinn.
Kristján Guðmundsson tók til máls og hvatti til meira samstarfs milli klúbbanna í Kópavogi m.a. að menn sæktu meira fundi í öðrum klúbbum. Hann upplýsti að í Borgum væru 85 félagsmenn og væri nú lokað fyrir inntöku nýrra félaga og sagði að sér hefði aðeins brugðið þegar hann sá hve fáir mættu á þennan fund hjá okkur.
Þriggja mínútna erindi flutti Geir Guðsteinsson. Hann minnti okkur á hvernig ástandið var hér fyrir nokkrum árum þegar a.m.k. sumir íslendingar ætluðu að gleypa heiminnog keyptu meðal annars Magasin de Nord í óþökk dana og allir vita hvernig það fór. Í framhaldi af því las hann upp úr grein í Þjóðmálum þar sem mælt var með byggingu alþjóðlegs þotuflugvallar í Önundarfirði og taldi Geir greinilega þær hugmyndir af sama toga og fyrri fjárfestingaráform útrásarvíkinganna.
Bragi Mikaelsson flutti félögum kveðjur frá sonarsyni símum sem er skiptinemi á vegum Rótary í Bandaríkjunum og gengur þar allt í haginn og nýtur dvalarinnar út í æsar.
Aðalverkefni fundarins voru síðan tilnefningar í embætti í stjórn næsta starfsár og var tilnefnt fólk í stöður stallara, gjaldkera, ritara og verðandi forseta.