Fréttir
  • Hörður Þorsteinsson 26júní12

26.6.2012

Rótarýfundur 26. júní: Afreksstefna Golfsambandsins

Jón Ögmundsson, formaður Æskulýðsnefndar, kynnti fyrirlesara dagsins, Hörð Þorsteinsson framkvæmdastjóra GSÍ, sem fjallaði um afreksstefnu Golfsambandsins. Ólafur H Ragnarsson flutti 3ja mínútna erindi.

Í 3ja mínútna erindi sínu sagði Ólafur frá fyrstu ferð þeirra hjóna í eldriborgaraferð (60+) til Benedorm. Mælti hann mjög með þessum ferðum og kvaðst hlakka til að eldast með jákvæðum og hressum íslenskum eldri borgurum.

Jón Ögmundsson, formaður Æskulýðsnefndar, kynnti yrirlesara dagsins, Hörð Þorsteinsson framkvæmdastjóra GSÍ. Hörður er fæddur 1961 og er Gaflari að uppruna. Hann hefur verið virkur í íþróttahreyfingunni frá unga aldri.

Í upphafi gerði Hörður grein fyrir aðkomu sinni að golfíþróttinni. Þegar hann kemur til starfa fyrir GSÍ er þessi íþrótt fyrst og fremst karlaíþrótt. Mikið skorti á markvissa uppbyggingu og þjálfun. Um 2000 er tekið á þessum málum, ráðinn erlendur landsliðþjálfari sem einnig lagði áherslu á þjálfun barna og unglinga. Mikil áhersla hefur verið lögð menntun þjálfara og golfkennara í samstarfi við PGA. Með þessu starfi GSÍ og markvissri uppbygginu stjórna klúbbanna á afreksstefnu og öflugu æskulýðsstarfi hefur mikill árangur náðst eins og sést á golfvöllum landsins.

Þá fjallaði hann um afrekssjóð GSÍ, markmið hans og framtíðaráform. Sagði frá aðstöðu til æfinga og hvernig hún er að batna ár frá ári.

Í dag eru 16.984 iðkendur innan GSÍ en sambandið er með næst flesta iðkendur sambanda innan ÍSÍ. Frá hruni hefur fjölgun verið um 15% á íslandi en á sama tíma hefur verið veruleg fækkun í hreyfingunni t.d. í Svíþjóð, Englandi og Bandaríkjunum.