Stjórnarkjör fyrir starfsárið 2013-2014
Rótarýundurinn 11. desember var í umsjón stjórnar. Helgi Sigurðsson var kosinn varaforseti.
Kosning til stjórnar klúbbsins 2013-2014 fór þannig:
Stallari | Eggert Þór Kristófersson | |
---|---|---|
Gjaldkeri | Guðmundur Þ. Harðarson | |
Ritari | Bergþór Halldórsson | |
Varaforseti | Helgi Sigurðsson |
Endurskoðendur voru endurkjörnir, þeir Ásgeir Jóhannesson og Guðmundur Jens Þorvarðarson
Tveir fyrrverandi forsetar, Magnús Harðarson og Helgi Laxdal, töldu atkvæðaseðla og tilkynntu um úrslit. Tókst það ágætlega hjá þeim félögum! Á myndinni hér að ofan er Magnús til vinstri.
Eftir stjórnarkjörið var lífleg umræða um þörfina á að fjölga félögum í klúbbnum, jafna kynjahlutföllin og gera klúbbstarfið áhugavert fyrir ungt fólk. Voru félagar klúbbsins hvattir til þess að leita allra leiða til að ná þessum markmiðum.
Stjórn klúbbsins var fullskipuð á fundinum. f.v.: Páll, Ingólfur, Jón, Eiríkur og Bryndís.