Fréttir

10.7.2009

Ný stjórn tekur við á næsta fundi 14. júlí

Haukur Ingibergsson er forseti 2009/2010

Næsti fundur í Rótarýklúbbi Kópavogs er 14. júlí, og er stjórnarskiptafundur. Þá lætur stjórn Guðmundar Jens Þorvarðarsonar af störfum, en með honum hafa verið í stjórn Haukur Ingibergsson verðandi forseti, Gunnar Magnússon ritari, Hlynur Ólafsson gjaldkeri og Sigurjón Magnússon stallari.

Haukur Ingibergsson, forseti starfsárið 2009/2010 hefur með sér í stjórn Helga Laxdal verðandi forseta, Geir A. Guðsteinsson ritara, Friðbert Pálsson gjaldkera og Margréti Maríu Sigurðardóttur stallara.