Fréttir

9.12.2015

Stjórnarkjör fyrir starfsárið 2016-2017

Rótarýfundurinn 8. desember var í umsjón stjórnar. Á fundinum var kosin stjórn klúbbsins fyrir næsta starfsár. Ingólfur Antonsson flutti 3ja mínútna erindi.

Eftirtaldir voru kjörnir í stjórn klúbbsins starfsárið 2016-2017:

Varaforseti: Sigfinnur Þorleifsson

Ritari: Kristinn Dagur Gissurarson

Gjaldkeri: Grétar Leifsson

Stallari: Hlynur Ingason


Þriggja mínútna erindi flutti Ingólfur Antonsson. Erindið fjallaði um frágang á þökum á Íslandi í tilefni frétta um leka á endurhæfingardeild Grensáss. Saga frágangs þaka á Íslandi er sorgarsaga, sagði Ingólfur, en hann sagði jafnframt að margir sem störfuðu við greinina væru hvorki með tilskilin leyfi til þess, né næglega reynslu til að vinna með efni sem þarf við margbreytileg skilyrði á Íslandi. Ingólfur klykkti út með því að þó margar sögur væru til um bjálfagang Bakkabræðra datt þeim samt aldrei í hug að setja flöt þök á hús.

Að loknu erindi Ingólfs og kaffihléi var gengið til stjórnarkjörs fyrir næsta starfsár. Fyrst var kosið var til embættis stallara og hlaut Hlynur Ingason þar yfirburðakosningu. Síðan var gengið til kjörs í embætti gjaldkera en þar hlaut flest atkvæði Grétar Leifsson. Í embætti ritara var Kristinn Dagur Gissurarson sjálfkjörinn enda var hann einn í kjöri.