Háskóli Íslands
Guðmundur R. Jónsson
Rótarýfundurinn 6. október var á vegum menningarmálanefndar. Framsögumaður var Guðmundur R. Jónsson prófessor í vélaverkfræði við Háskóla Íslands og rekstrar- og fjármálstjóri HÍ undanfarin ár og ræddi hann um starfssemi Háskóla Íslands. Þriggja mínútna erindi féll niður.
Aðalerindi fundarins flutti Guðmundur R. Jónsson prófessor í vélaverkfræði við Háskóla Íslands og rekstrar- og fjármálstjóri HÍ. Ásgeir Jóhannes kynnti Guðmund, sem kemur frá Húsavík eins og fleiri góðir menn, fæddur 1957 og er kominn af þekktum veiðimönnum og aflaklóm,“ sagði Ásgeir.
Guðmundur kom víða við í erindi sínu, fór yfir fjárhagsstöðu skólans en þar kom fram að tekjur hans úr ýmsum áttun nema í kringum 17 milljörðum króna. Bein fjárframlög nema 2/3 hluta tekna. Aðrir tekjupóstar væru t.d. Happdrætti HÍ sem stæði fyrir 15% af tekjum skólans. Nemendur í dag eru í kringum 14 þús. talsins og hefur fjölgað gríðarlega á undanförnum árum. Fræðasvið eru fimm talsins og skólanum má skipta upp í 25 deildir. Þó að karlar væru enn í meirihluta kennara við skólann væri sá munur að jafnast og konur væru í dag góður meirihluta nemenda við skólann.
Háskóli Íslands hefur leynt og ljóst unnið eftir því markmiði að komast á lista yfir bestu háskóla heims og skipar nú sæti nr. 275 á slíkum lista sem er frábær árangur þegar miðað er við að opinbert framlag er hlutfallslega minna miðað við þjóðartekur en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Bandaríkin trónuðu á toppi slíks lista og hin Norðurlöndin væri þar líka ofarlega. Að komast á listann gerir HÍ auðveldara með að efla til samstarfs við aðra skóla og nýtist nemendum einnig vel í tengslum við tækifæri til framhaldsmenntunar. Guðmundur nefndi að á árinu 2014 hefðu útskrifir úr HÍ verið í kringum 2700 talsins og 80 einstaklingar hefðu öðlast doktorsnafnbót á því ári sem væri í takt við það markmið að útskrifa 60-70 doktora ár hvert.
Guðmundur nefndi að HÍ væri með átta rannsóknarsetur á landsbyggðinni , stæði fyrir ýmsum samfélagsverkefnum og eitt þeirra væri Háskóli unga fólksins sem Páll Skúlason hefði átt stóran þátt í að koma á og nyti miilla vinsælda. Þá ræddi Guðmundur einnig Háskóla- lestina sem væri átaksverkfni þar sem „háskólamenntun“ kæmi til fólksins og væri það í takt við það hvernig HÍ leitaðist vi að starfa með aðilum utan háskólasamfélagsins t.d. fyrirtækjum á ýmsum sviðum og þá ekki einungis stórum fyrirtækjum á borð við Marel eða Össur. Endurmenntun væri einnig snar þáttur í starfssemi HÍ og nefndi Guðmundur að heilbrigðisstéttir þ.á m. læknar sæktu stöðugt endurmenntun til HÍ. Þar væri um eilífa hringrás að ræða, sagði Guðmundur.