Fréttir
  • Benedikt Stefánsson 17apr12

17.4.2012

Rótarýfundur 17. apríl - Framleiðsla á endurnýjanlegu eldsneyti úr íslenskri orku og úrgangsefnum

Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar CRI (Carbon Recycling International), var fyrirlesari dagsins og Eiríkur Líndal flutti 3ja mínútna erindi

I 3ja mínútna erindi sínu fjallaði Eiríkur um sýningu á vegum Myntsafnarafélags Íslands sem verður um næstu helgi. Gerði hann grein fyrir því helsta sem þar verður til sýnis.

Fundurinn var í umsjón Þjóðmálanefndar. Formaður hennar, Eggert Þór Kristófersson, kynnti Benedikt Stefánsson, ræðumann dagsins. Benedikt er fæddur 1964 og að loknu stúdentsprófi frá MH lagði hann stund á hagfræðinám við HÍ og síðar í Californiu UCLA. Að loknu námi hefur hann m.a. starfað sem ráðgjafi HNC í Bandaríkjunum, hjá Íslenskri erfðagreiningu og Landsbanka Islands, auk þess að hafa verið aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar efnahagsráðherra.

Erindi Benedikts fjallaði um framleiðslu á endurnýjanlegu eldsneyti sem unnið er að í CRI og að hluta til hafin framleiðsla á. Rakti hann þróun fyrirtækisins og sagði frá fyrstu verksmiðu þess sem tók til starfa fyrir skömmu og framleiðir metanól til íblöndunar í bensín.

Þá sagði hann frá tilraun fyrirtækisins sem gerð er í samstarfi við Sorpu um endurvinnslu sorps með gösun sem á að skila af sér nýtanlegu eldsneyti fyrir bíla. Þróun eldsneytisverðs hefur leitt af sér að þekkt eldsneyti á vélar sem ekki hefur náð útbreiðslu vegna kostnaðar við framleiðslu þess er nú að verða áhugaverður kostur. RCI er að vinna á þessum markaði og ætlar sér stóra hluti bæði í rannsóknum og framleiðslu. Samstarf í þessu skyni er hafið bæði við innlenda og erlenda aðila.

Til máls tóku Helgi Laxdal, Guðmundur Ólafsson, Jón Sigurðsson, Jóhann Árnason, og Ingólfur Antonsson.

Farið var með fjórprófið og forseti sleit fundi kl. 13:30.