Fréttir
  • Eiríkur Líndal 24apr12

26.4.2012

Rótarýfundur 24. apríl - Starfið í Sunnuhlíð

Eiríkur J Líndal, fulltrúi klúbbsins í stjórn Sunnuhlíðar, sagði frá starfinu í Sunnuhlíð. Guðbergur Rúnarsson flutti 3ja mínútna erindi

3ja mínútna erindi flutti Guðbergur Rúnarsson. Hann fjallaði um ferð til Þrándheims (Vinabær Kópavogs) á s.l. sumri á söguslóðir Berlínaraspanna. Einnig fjallaði hann um sögu staðarins og tengsl staðarins við Ísland.

Fundurinn var í umsjón stjórnar. Eiríkur Líndal fulltrúi Rkl. Kópavogs flutti skýrslu um starfsemi Sunnuhlíðar.

Sunnuhlíð er sjálfeignarstofnun stofnuð af félögunum í Kópavogi um byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis í bænum. Félaginu er stjórnað af fulltrúaráði sem er skipað tveimur fulltrúum frá hverju félagi. Fulltrúaráðið kýs sér stjórn sem síðan ræður framkvæmastjóra.

Undir nafni Sunnuhlíðar eru nú rekin hjúkrunarheimili, dagvist, íbúðir og þjónustukjarni. Hjúkrunarheimilið tók til starfa 1982. Það er rekið með daggjöldum frá ríkinu. Dagvist var opnuð 1989. 40-50 Kópavogsbúar dvelja þar í hverri viku. Sjúkraþjálfun er opin fyrir alla. 2 sjúkraþjálfarar starfa við stöðina. Markmiðið er að viðhalda líkamlegri færni gesta.

í Sunnuhlíð eru nú 108 íbúðir fyrir aldraða. Rétthafi greiðir andvirði íbúðar en Sunnuhlíð á hana. Rétthafinn greiðir rekstur íbúðarinnar en fær andvirði hennar endurgreitt þegar dvöl lýkur.

Stefnt er að stækkun hjúkrunarheimilisins á næstu árum m.a. fækka tvíbýlum. Þá eru einnig ráðgert að byggja þjónustumiðstöð fyrir svæðið með allri þeirri þjónustu sem þörf er á.

Mikil hagræðing hefur átt sér stað á sl.ári með sparnað í huga. Þá er einnig hafin stefnumótunarvinna varðandi uppbyggingu Sunnuhlíðar. Uppsafnaður halli er mikið vandamál en unnið er að því að leysa hann en ljóst að það verður ekki gert með einu pennastriki.

Til máls tóku Bryndís Hagan Torfadóttir, Ólafur Wenersson, Ingibjörg Harðardóttir, Guðmundur Lýðsson og Jóhann Árnason.