Fréttir
  • Helgi Ólafsson 16okt12

16.10.2012

Arfleifð Bobby Fischer og árin hans á Íslandi

Rótarýfundurinn 16. október var í umsjón Þjóðmálanefndar. Formaður hennar er Helgi Sigurðsson. Helgi Ólafsson stórmeistari flutti erindi um arfleifð Bobby Fishers og árin hans á Íslandi.

Helgi Sigurðsson, formaður Þjóðmálanefndar, kynnti fyrirlesara dagsins Helga Ólafsson stórmeistara í skák.

Helgi er fæddur í Vestmannaeyjum 1956, er kvæntur Sigurborgu Arnardóttir og eiga þau tvö börn. Helgi var útnefndur stórmeistari í skák 1985 með yfir 2550 ELO stig. Hann hefur hampað Íslandsmeistaratitlinum í skák 6 sinnum. Helgi var skólastjóri skákskólans, landliðseinvaldur og þjálfari, sá um skákþætti auk þess að vera blaðamaður og rithöfundur.

Helgi var náinn vinur Bobbys Fischer. Nú hefur hann gefið út bók sem fjallar um skáksnillinginn.

Heiti bókarinnar er Bobby Fischer comes home og fjallar um síðustu ár Bobby Fischer á Íslandi, um feril Fishers á árunum kringum 1970 og árin þegar Fischer er að slá í gegn. Helgi lýsti stemningunni sem uppi var á „einvígi aldarinnar“ sem fór fram í Laugadalshöll sumarið 1972. Einvígi Fishers og Spasskí vakti heimsathygli en þar var rofin áratuga einokun Sovétmanna á skáksviðinu. E.t.v. hefur þetta einvígi verið stærri viðburður en leiðtogafundur Reagans og Gorbatsjov 1986 .

Helgi rakti kynni sín við Fischer og vináttu sína við mann sem var með snilligáfu, en með persónaleikaröskun sem lýsti sér í ranghugmyndum. Einhverri þráhyggju sem hann vildi ekki né gat losnað við. 

Helgi sagði að lokum að hann vari þakklátur fyrir að hafa kynnst Fischer sérstæðum manni með snilligáfu.


Gestir fundarins voru Ágúst Þór Bragason, Benedikt Axel Ágústsson og Elínborg Thelma Ágústsdóttir sem óskað hefur eftir að verða skiptinemi á vegum klúbbsins.